Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

63. fundur 08. september 1999 kl. 10:00 - 11:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 63 – 08.09.1999


    Ár 1999, miðvikudaginn 8. september kom byggðarráð saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.


DAGSKRÁ:

    1. Fundur með Fjárlaganefnd.
    2. Bréf frá SÍS.
    3. Bréf frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga.
    4. Bréf frá Bergey ehf.
    5. Málum vísað frá sveitarstjórn.

 

AFGREIÐSLUR:

  1. Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 2. september 1999, varðandi tímapantanir sveitarstjórnarmanna á fundum með nefndinni. Ákveðið hefur verið að funda með fjárlaganefnd þann 28. september 1999.
  2. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 31. ágúst 1999, varðandi aðkomu sveitarfélaga að rekstri fyrirtækja í ferðaþjónustu, svo og bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar til sambandsins, dagsett 27. júlí 1999 um sama mál.
  3. Lagt fram bréf frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga, dagsett 1. september 1999, varðandi samning við sveitarfélagið um forðagæslu, búfjár- og gróðureftirlit ofl. Byggðarráð samþykkir að óska eftir að fulltrúi Búnaðarsambandsins komi á fund Byggðarráðs og kynni þessi mál fyrir ráðinu og vísar erindinu til kynningar til landbúnaðarnefndar.
  4. Lagt fram bréf frá Bergey ehf., Hofsósi, dagsett 31.08. 1999, varðandi samskipti sveitarfélagins og fulltrúa þess við Bergey ehf. á Hofsósi. Einnig afrit af bréfi Bergeyjar ehf. til Sjávarútvegsráðuneytisins, dagsett 25. ágúst 1999. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
  5. Afgreiðslu menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar vegna samninga um uppsetningu bæjardyranna á Reynistað og viðgerðar á Byggðasafninu Glaumbæ var vísað til Byggðarráðs af sveitarstjórnarfundi 7. september 1999. Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með Sigríði Sigurðardóttur safnverði um þessi mál.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 1105.

Margeir Friðriksson, ritari
Snorri Björn Sigurðsson
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað