Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

64. fundur 16. september 1999 kl. 09:00 - 11:40 Skrifstofa Skagafjarðar

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 64 – 16.09.1999


    Ár 1999, fimmtudaginn 16. september kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 900.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

    1. Kosning varaformanns.
    2. Fjárlagabeiðnir vegna ársins 2000.
    3. Viðræður við Sigríði Sigurðardóttur og Ómar Braga Stefánsson.
    4. Bréf frá Menntamálaráðuneyti.
    5. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti.
    6. Beiðni um tækifærisvínveitingaleyfi.
    7. Vínveitingaleyfi fyrir Fjallakrána.
    8. Sala hlutafjár.
    9. Sala á hluta #GLIðnaðarhallarinnar#GL í Varmahlíð.
    10. Viðbótarlán

 

AFGREIÐSLUR:

  1. Lögð fram tillaga um Gísla Gunnarsson sem varaformann byggðarráðs og hún samþykkt samhljóða.
  2. Farið yfir drög að fjálagabeiðnum vegna ársins 2000 í tilefni fundar með fjárlaganefnd Alþingis síðar í mánuðinum.
  3. Viðræður við Sigríði Sigurðardóttur, safnvörð í Glaumbæ og Ómar Braga Stefánsson, menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sveitarfélagsins vegna viðhaldsframkvæmda á byggðasafninu í Glaumbæ og uppsetningu bæjardyrahússins á Reynistað. Véku þau af fundi.
  4. Lagt fram afrit af bréfi frá Menntamálaráðuneytinu til SSNV, dags. 6. september 1999, varðandi stöðu heimavistarmála á Sauðárkróki frá sjónarhóli ráðuneytisins. Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með stjórn SSNV um byggingu heimavistar á Sauðárkróki.
  5. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 8. september 1999, varðandi skipun nefndar um endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara þessu bréfi.
  6. Lögð fram umsókn frá Rótarýklúbbi Skagafjarðar um tækifærisvínveitingaleyfi á árshátíð klúbbsins þann 13. nóvember nk. og umsókn frá Félagi harmóninku-unnenda í Skagafirði vegna skemmtunar 25. september nk. Byggðarráð samþykkir umsóknirnar.
  7. Lögð fram umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Fjallakrána í Vatnsleysu, dagsett 30. ágúst 1999. Byggðarráð samþykkir umsóknina.
  8. Sala hlutafjár. #GLByggðarráð samþykkir að selja hlutabréf sveitarfélagsins í Eimskipafélagi Íslands hf.#GL Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
    #GLByggðarráð samþykkir að selja helming þess hlutafjár sem sveitarfélagið á í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. Að undanförnu hefur talsverð umræða verið um sölu hlutafjárs sveitarfélagsins í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. og margir aðilar óskað eftir að fá bréfin keypt þ.á.m. fyrirtækið sjálft. Til þess að fá sem hæst verð fyrir bréfin telur byggðarráð nauðsynlegt að bréfin verði auglýst til sölu og samþykkt að fela Kaupþingi Norðurlands hf. umsjón með sölunni.#GL
    Samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum og Snorri Styrkársson óskar að bókað sé að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa máls, en bendir á óafgreidda tillögu sína og Ingibjargar Hafstað frá því fyrr á þessu ári um stofnun eignarhaldsfélags sem m.a. fjallaði um sölu þessa hlutafjár.
  9. Byggðarráð samþykkir að selja tvö bil í Iðnaðarhöllinni í Varmahlíð.
  10. Byggðarráð samþykkir erindi félagsmálanefndar um að óska eftir 5 milljón króna aukaheimild frá Íbúðarlánasjóði til veitingu viðbótarlána.

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 1140.

Margeir Friðriksson, ritari 
Snorri Björn Sigurðsson
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Snorri Styrkársson