Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 65 – 22.09.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 22. september kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
1. Viðræður við fulltrúa Búnaðarsambands Skagafjarðar um búfjáreftirlit.
2. Fjárveitingabeiðnir.
3. Viðræður við fulltrúa Vlf. Fram og Vkf. Öldunnar.
4. Aðalfundur Loðskinns hf.
5. Trúnaðarmál.
6. Skóladagheimilið við Árskóla.
AFGREIÐSLUR:
1. Viðræður við fulltrúa Búnaðarsambands Skagafjarðar um búfjáreftirlit. Á fundinn kom Bjarni Maronsson og upplýsti byggðarráðið um umfang og framkvæmd eftirlitsins. Bjarni vék svo af fundi. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna hjá öðrum byggðarlögum framkvæmd laga um búfjáreftirlit.
2. Fjárveitingabeiðnir. Farið yfir drög vegna fundar með Fjárlaganefnd Alþingis á næstunni.
3.Lagt fram til kynningar bréf dagsett 20. september 1999, frá Vlf. Fram og Vkf. Öldunni varðandi byggingu íbúða fyrir eldra fólk. Fulltrúar félaganna, Jón Karlsson og Alfa Pálsdóttir komu á fundinn og kynntu afstöðu verkalýðsfélaganna til þessa máls.
4. Aðalfundur Loðskinns hf. 1. október 1999. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
5. Sjá trúnaðarbók.
6. Byggðarráð samþykkir að ráðinn verði starfskraftur í hlutastarf við skóladag-heimilið við Árskóla.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.1230
Gísli Gunnarsson Margeir Friðriksson, ritari
Ásdís Guðmundsdóttir Snorri Björn Sigurðsson
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað