Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 68 – 06.10.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 6. október kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
1. Bréf frá Byggðastofnun.
2. Málefni heimavistar.
3. Bréf frá S.Í.S varðandi áætlaðar tekjubreytingar.
4. Fundarboð frá FSNV.
5. Búfjáreftirlit.
6. Erindi Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis frá 22. september.
7. Bréf frá Íbúðalánasjóði.
AFGREIÐSLUR:
- Lagt fram til kynningar bréf frá Byggðastofnun dagsett 24. september 1999 um nýjan þátt í starfsemi Þróunarsviðs Byggðastofnunar; starf menningarráðgjafa. Bréfinu vísað til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
- Lögð fram fundargerð frá 28. september 1999 frá fundi fulltrúa Mennta-málaráðuneytisins, Framkvæmdasýslu ríkisins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi nýja heimavist við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Sveitarstjóra falið að koma á framfæri athugasemdum við ákveðin atriði í henni.
- Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. október 1999 varðandi áætlaðar breytingar á tekjum sveitarfélaga vegna staðgreiðslu milli áranna 1998 og 1999.
- Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Farskóla Norðurlands vestra, þann 20. október 1999. Boðinu vísað til skólanefndar.
- Búfjáreftirlit. Byggðarráð óskar eftir að landbúnaðarnefnd geri tillögu að einföldun eftirlitsins í þeim tilgangi að halda kostnaði niðri. Byggðarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við Búnaðarsamband Skagafjarðar um breytingu á framkvæmd eftirlitsins.
- Erindi Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis frá 22. september 1999.
#GLByggðarráð tekur jákvætt í hugmyndir þær sem fram koma í bréfi Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis frá 22. september 1999 um sameiningu heilbrigðisstofnana á Norðurlandi vestra og Ströndum. Byggðarráð fer þess jafnframt á leit að hugmyndirnar verði kynntar frekar af fulltrúa ráðuneytisins.#GL - Lagt fram til kynningar bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett 1. okóber 1999 þar sem staðfest er að stjórn Íbúðalánasjóðs veitir sveitarfélaginu heimild til veitingu viðbótalána úr Íbúðalánasjóði að upphæð kr. 2.500.000 á árinu 1999.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1130.
Margeir Friðriksson, ritari
Snorri Björn Sigurðsson
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Árni Egilsson
Ingibjörg Hafstað