Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 69 – 15.10.1999
Ár 1999, föstudaginn 15. október kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Samningur við Umf. Tindastól. Bréf frá Kaupþingi Norðurlands og bréf frá Hring. Fjármálaráðstefnan. Fundargerð frá fundi í Kristinanstad. Bréf frá Herdísi Jónsdóttur leikskólakennara. Kaupsamningur um Neskot í Fljótum. Bréf frá FSNV. Sala á Skagfirðingabraut 25. Yfirlit um búferlaflutninga. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu. Bréf frá Indríði Indriðadóttur. Tækifærisvínveitingaleyfi. Þingmannafundur. AFGREIÐSLUR:
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1135.
..kb
Fundur 69 – 15.10.1999
Ár 1999, föstudaginn 15. október kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Lagður fram samningur við Umf. Tindastól varðandi uppbyggingu og rekstur skíðasvæðis í Tindastóli. Samningurinn samþykktur með þremur atkvæðum. Gísli Gunnarsson og Ingibjörg Hafstað greiða atkvæði gegn honum. Ingibjörg Hafstað leggur fram eftirfarandi bókun:
#GLÍ fyrsta lagi tel ég ekki tímabært að fara út í samningsgerð við Skíðadeild Tindastóls vegna bágrar stöðu sveitarsjóðs og ennfremur er vinnu við forgangsröðun verkefna við íþróttamannvirki í sveitarfélaginu ekki lokið. Í öðru lagi er málsmeðferð afar ábótavant því samningurinn hefur ekki hlotið efnislega umfjöllun og afgeiðslu í Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd. Auk þess er ekki tekið tillit til athugasemda nefndarinnar sem fram koma í samþykkt frá 15. september. Sérstaklega gagnrýnisvert er að sveitarfélagið skuli ætla að taka lán hjá Skíðadeild Tindastóls og greiða af því 6#PR vexti auk verðbóta. Því mun heildargreiðsla sveitarfélagsins 1. október á næsta ári ekki verða tæpar 5,3 milljónir heldur 8,7 milljónir auk u.þ.b. 2ja milljóna króna í rekstrarframlag.#GL - Lagt fram bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar hf. – Hring og bréf frá Kaupþingi Norðurlands hf. varðandi tillögu að stofnun eignarhaldsfélags á Norðurlandi í samvinnu við Byggðastofnun og sveitarstjórnir. Byggðarráð samþykkir að taka jákvætt í erindið.
- Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 8. október 1999, varðandi Fjármálaráðstefnu dagana 28. og 29. október 1999.
Byggðarráð samþykkir að byggðarráðsmenn sæki fundinn ásamt sveitarstjóra, fjármálastjóra og skrifstofustjóra. - Lögð fram til kynningar fundargerð frá vinabæjamóti í Kristianstad 25.- 27. ágúst sl.
- Lagt fram bréf frá Herdísi Jónsdóttur, dagsett 5. október 1999, varðandi kjaramál leikskólakennara.
- Lagður fram kaupsamningur dagsettur 3. september 1999 vegna Neskots í Fljótum. Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
- Lagt fram bréf frá Farskóla Norðurlands vestra dagsett 7. október 1999 varðandi rekstrarstyrk fyrir árið 2000. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
- Sala á Skagfirðingabraut 25. Byggðarráð samþykkir að selja fasteignina á kr. 8.100.000 til Guðna Kristjánssonar og Kristbjargar Kemp.
- Lagt fram til kynningar yfirlit frá Hagstofu Íslands um búferlaflutning tímabilið janúar til september 1999.
- Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dagsett 11. október 1999 varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
- Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 8. október 1999, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Indríðar Indriðadóttur um endurnýjun á leyfi að selja gistingu á einkaheimili í Lauftúni. Byggðarráð gerir engar athugasemdir við umsóknina.
- Lögð fram umsókn frá Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar um tækifærisvínveitinga-leyfi vegna árshátíðar 6. nóvember 1999. Pétur Einarsson sækir um tækifærisvín-veitingaleyfi vegna móttöku 15. október 1999. Byggðarráð samþykkir þessar umsóknir.
- Fundur með alþingismönnum kjördæmisins verður haldinn 26. október 1999, kl. 900.
Herdís Á. Sæmundardóttir | Margeir Friðriksson, ritari |