Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 70 – 27.10.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 27. október kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:30.
Fundur 70 – 27.10.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 27. október kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Bréf frá ÁTVR.
- Fjármögnunarleigusamningur.
- Bréf frá Kristnihátíðarnefnd.
- Fjármálaráðstefnan.
- Fundarboð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
- Fundarboð vegna fjarvinnslufyrirtækja á Norðurlandi vestra.
- Tilboð í Iðnaðarhöllina.
- Málefni Loðskinns kynnt á fundinum.
- Kaup á túni - Friðbjörn Þórhallsson.
- Bréf frá Sýslumanni.
- Bréf frá Ferðasmiðjunni.
- Kaupsamningur um verkstæðishús í Messuholti.
- Trúnaðarmál – kynnt á fundinum.
- Lagt fram bréf frá ÁTVR dagsett 14. október 1999 varðandi endurnýjun leyfis til rekstrar vínbúðar að Smáragrund 2, Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
- Lagður fram fjármögnunarleigusamningur um fasteign og fylgifé á milli Búnaðarbanka Íslands hf og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna eldri hluta 2. hæðar húss Búnaðarbanka Íslands hf. við Faxatorg 1 ásamt tilheyrandi hlutdeild í lóð og sameign. Samningurinn samþykktur.
- Lagt fram til kynningar bréf frá Kristnihátíðarnefnd dagsett 15. október 1999, varðandi Kristnihátíð. Samþykkt að vísa bréfinu til Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar.
- Lögð fram til kynningar dagskrá ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga 28. og 29. október 1999.
- Lagt fram fundarboð Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum sem haldinn verður 28. október 1999. Samþykkt að Elinborg Hilmarsdóttir verði fulltrúi Skagafjarðar á fundinum.
- Lagt fram fundarboð frá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra, vegna fundar í Reykjavík föstudaginn 29. október, um fjarvinnslufyrirtæki á Norðurlandi vestra. Samþykkt að þeir byggðarráðsmenn sem tök hafa á sæki fundinn.
- Lögð fram tilboð í 2 bil í Iðnaðarhöllinni í Varmahlíð frá Firði sf. að upphæð kr. 2.750.000, Sveini Allan Morthens að upphæð kr. 2.200.000 og Ómari Bragasyni að upphæð kr. 1.300.000. Samþykkt að taka hæsta tilboði.
- Lagt fram samkomulag milli Búnaðarbanka Íslands hf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar varðandi yfirtöku Búnaðarbankans á fasteigninni Borgarmýri 5 og 5A. Byggðarráð samþykkir framlagt samkomulag.
- Lagður fram kaupsamningur um kaup sveitarfélagsins á ræktunarlandi ofan Grunnskólans á Hofsósi af Friðbirni Þórhallssyni á kr. 138.600. Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn.
- Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 21. október 1999 varðandi umsögn um umsókn Löngumýrarskóla um endurnýjun á leyfi til að reka gistiheimili og námskeiða- og ráðstefnustað að Löngumýri. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við leyfið.
- Lagt fram bréf frá Ferðasmiðjunni ehf., dagsett 19. október 1999 með ósk um að breyta hluta af skuld hennar við sveitarfélagið í hlutafé. Erindinu frestað og ákveðið að afla frekari upplýsinga.
- Lagður fram kaupsamningur á milli Sigurþórs Hjörleifssonar og Gunnars Ágústssonar um m.a. kaup á lóð úr landi Messuholts skv. lóðarbréfi dags. 19.07. 1999. Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
- Trúnaðarmál. Sjá trúnaðarbók.
Herdís Á. Sæmundardóttir | Kristín Bjarnadóttir, ritari Snorri Björn Sigurðsson |