Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

71. fundur 03. nóvember 1999
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 71 – 03.11.1999

    Ár 1999, miðvikudaginn 3. nóvember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Trúnaðarmál.
    2. Viðaukasamningur við saming um búfjáreftirlit.
    3. Bréf frá Löggarði ehf.
    4. Bréf frá Partek.
    5. Bréf frá Bjarna Maronssyni.
    6. Bréf frá Félagi íslenskra leikskólakennara.
    7. Beiðni um niðurfellingu.
    8. Beiðni um greiðslu á námsvistargjaldi.
    9. Bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins.
    10. Ferðasmiðjan ehf.
AFGREIÐSLUR:
  1. Trúnaðarmál. Sjá trúnaðarbók.
  2. Lagður fram viðaukasamningur milli sveitarfélagsins og Búnaðarsambands Skagfirðinga vegna forðagæslu, búfjár- og gróðureftirlits. Byggðarráð samþykkir samninginn og vísar honum til gerðar fjárhagsáætlunar.
  3. Lagt fram bréf frá Löggarði ehf., dagsett 26. október 1999 varðandi kröfu nokkurra kennara við grunnskóla Skagafjarðar um greiðslu á orlofsfé á yfirvinnu sem samið var um 9. nóvember 1998. Byggðarráð samþykkir að leita til lögfræðings um ráðgjöf í þessu máli.
  4. Lagt fram bréf frá Partek Insulation AB dagsett 25. október 1999 varðandi meðferð á hlutafé í Steinullarverksmiðjuni hf. Byggðaráð samþykkir að ræða við aðra aðalhluthafa í fyrirtækinu um erindið.
  5. Lagt fram til kynningar bréf frá Bjarna Maronssyni, dagsett 4. október 1999 þar sem hann segir sig úr stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra.
  6. Lögð fram til kynningar ályktun dagsett 18. október, frá Félagi íslenskra leikskólakennara, vegna starfsmannaskorts í leikskólum.
  7. Beiðni um niðurfellingu. Sjá trúnaðarbók.
  8. Lögð fram beiðni frá Sigurbjörgu Bjarnadóttur vegna Fjólu Guðbjargar Traustadóttur, um námsvist á Siglufirði skólaárið 1999-2000. Byggðarráð samþykkir erindið.
  9. Lagt fram bréf frá Framkvæmdasýslu ríkisins, dagsett 29. október 1999 varðandi hönnun á heimavist Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Einnig lagt fram kostnaðarmat frá VSÓ ráðgjöf og uppkast að samningi um arkitektahönnun frá Arkibúllunni ehf. Byggðarráð samþykkir að fresta málinu og óska eftir frekari upplýsingum, sem og fá umsögn frá tæknideild sveitarfélagsins.
  10. Málefni Ferðasmiðjunnar ehf. rædd. Samþykkt að fela sveitarstjóra og fjármálstjóra að skoða málið frekar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1200
    Herdís Á. Sæmundardóttir 
    Elinborg Hilmarsdóttir 
    Gísli Gunnarsson
    Ásdís Guðmundsdóttir
    Ingibjörg Hafstað
                Margeir Friðriksson, ritari
                Snorri Björn Sigurðsson