Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 73 – 17.11.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 17. nóvember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1030.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1215
Fundur 73 – 17.11.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 17. nóvember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1030.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Bréf frá Fasteignamiðstöðinni vegna sölu á Miklahóli.
- Bréf frá S.Í.S. um staðgreiðsluáætlun 2000.
- 2 bréf frá Sýslumanni.
- Bréf frá Vegagerðinni ásamt skýrslu um vegtengingar á norðanverðum Tröllaskaga.
- Aðgerðir til stuðnings loðdýrabændum.
- Hönnun nýbyggingar heimavistar og deiliskipulag lóðar.
- Niðurfellingar.
- Bréf frá Byggðasögu Skagafjarðar.
- Bréf frá Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga.
- Sala hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.
- Lagt fram bréf ásamt kaupsamningi frá Fasteignamiðstöðinni, dagsett 15. nóvember 1999, varðandi kauptilboð í jörðina Miklahól. Byggðarráð samþykkir að neita ekki forkaupsréttar síns.
- Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 9. október, varðandi áætlun um útsvarstekjur sveitarfélaga árið 2000.
- Lagðar fram til umsagnar, umsókn Golfklúbbs Sauðárkróks um endurnýjun á leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu að Hlíðarenda, Sauðárkróki og umsókn Dagmar Þorvaldsdóttur um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu í Veitingastofunni Sigtúni, Hofsósi. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknirnar.
- Lagt fram til kynningar bréf ásamt skýrslu frá Vegagerð ríkisins, dagsett 12. nóvember 1999 varðandi vegtengingu á norðanverðum Tröllaskaga.
- Byggðarráð samþykkir eftirtaldar aðgerðir vegna vanda loðdýrabænda í Skagafirði:
- Álagðir dráttarvextir ársins 1999 vegna fasteignaskatts á loðdýrahús verði felldir niður
- Innheimta fasteignaskatts álags 1999, af loðdýrahúsum verði frestað fram til 20. febrúar árið 2000.
- Þá verði tekin afstaða til þess að nýju hvort ástæða sé til að veita frekari fyrirgreiðslu m.a. í ljósi aðgerða annara aðila s.s. ríkisvaldsins og banka.
- Málefni nýbyggingar heimavistar við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra rædd. Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við hönnuðina, ásamt Menntamálaráðuneytinu á grundvelli þess samnings sem fyrir liggur.
- Sjá trúnaðarbók.
- Lagt fram bréf frá Byggðasögu Skagafjarðar, dagsett 16. nóvember 1999 varðandi ósk um að fá að nota byggðamerki Sveitarfélagsins Skagafjarðar og/eða merki Skagafjarðarsýslu á baksíðu og kjöl bókarinnar Byggðasaga Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir erindið.
- Lögð fram til kynningar ályktun frá stjórn Hrossaræktarsambands Skagfirðinga frá 15. nóvember 1999. Þar lýsir stjórnin yfir ánægju sinni með frumkvæði sveitarstjórnar Skagafjarðar til eflingar atvinnulífi í héraðinu, er fram kemur í hugmyndum þeim er fyrir liggja um Miðstöð íslenska hestsins í Skagafirði.
- Byggðarráð samþykkir að Kaupþing Norðurlands hf. sjái um að bjóða út 90#PR af hlutabréfaeign sveitarfélagsins í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. Jafnframt samþykkir byggðarráð að 10#PR hlutur verði auglýstur til sölu hér í Skagafirði.
Herdís Á. Sæmundardóttir Elinborg Hilmarsdóttir Gísli Gunnarsson Ásdís Guðmundsdóttir Ingibjörg Hafstað | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðsson |