Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 74 – 24.11.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 24. nóvember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Útsvarsprósenta árið 2000. Bréf frá VSÓ ráðgjöf. Bréf frá eftirlitsnefnd skv. 74. gr. sveitarstj. laga. Eignarhaldsfélög. Bréf frá SSNV. Bréf frá Héraðsvötnum ehf. Formaður umhv.- og tækninefndar kemur á fundinn. Málefni Þel ehf. Ferðaþjónustan á Steinsstöðum. Sala hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. AFGREIÐSLUR:
Eftirfarandi tillaga lögð fram: #GLByggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta fyrir árið 2000 verði 12,04#PR.#GL
Samþykkt samhljóða.
Lagt fram bréf frá VSÓ ráðgjöf Akureyri, dagsett 10. nóvember 1999, varðandi árangursmat hjá sveitarfélögum. Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.
Lagt fram til kynningar bréf frá eftirlitsnefnd skv. 74.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, dagsett 11. nóvember 1999, varðandi gerð fjárhagsáætlunar, framkvæmd og eftirfylgni.
Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV, dagsett 17. nóvember 1999, varðandi frestun á stofnun eignarhaldsfélags í Norðurlandskjördæmi vestra. Lagt fram erindi frá Kaupþingi Norðurlands hf., dagsett 22. nóvember 1999, um stofnun Eignarhaldsfélags Norðurlands.
Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður gerist hluthafi í Eignarhaldsfélagi Norðurlands – Tækifæri ehf. og leggi fram kr. 7.500.000 á ári sem hlutafé í þrjú ár.
Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV, dagsett 19. nóvember 1999, varðandi fund í Hótel Varmahlíð 29. nóvember nk., um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar bréf frá Héraðsvötnum ehf., dagsett 22. nóvember 1999, varðandi kynningarfund í Hótel Varmahlíð 30. nóvember nk., um fyrirhugaða Villinganesvirkjun í Skagafirði.
Stefán Guðmundsson formaður umhverfis- og tækninefndar kom á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi samning við Landsvirkjun um m.a. vegagerð um Mælifellsdal. Byggðarráð samþykkir að tilnefna einn mann í viðræðunefnd til viðræðna við Landsvirkjun um framkvæmd hluta Blöndusamnings, þ.e. vegagerð um Mælifellsdal. Aðrir í nefndinni verða fulltrúar frá umhverfis- og tækninefnd, landbúnaðarnefnd og samráðshóp um framkvæmd Blöndusamnings.
Stefán vék síðan af fundi.
Málefni Þels ehf. rædd. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
#GLByggðarráð getur ekki fallist á erindi Þels ehf. um niðurfellingu álagðs gatnagerðargjalds sem lagt var á loðdýrabúið árið 1997.
Gjaldið var lagt á samkvæmt þeim reglum sem giltu um álagningu gatnagerðargjalda á Sauðárkróki.
Jafnframt bendir byggðarráð gjaldanda á að leita úrskurðar Fasteignamats ríkisins um álagningarstofn fasteignaskatts, sbr. 4.gr. laga 4/1995.#GL
Byggðarráð samþykkir að auglýsa eftir rekstraraðila til að reka Ferðaþjónustuna á Steinsstöðum næsta sumar.
Byggðarráð samþykkir að breyta fyrri ákvörðun um sölu hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. á þann veg að öll bréfin verði seld í einu lagi.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Ingibjörg Hafstað greiðir atkvæði á móti og vísar til fyrri samþykktar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1200.
Fundur 74 – 24.11.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 24. nóvember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður gerist hluthafi í Eignarhaldsfélagi Norðurlands – Tækifæri ehf. og leggi fram kr. 7.500.000 á ári sem hlutafé í þrjú ár.
Stefán vék síðan af fundi.
#GLByggðarráð getur ekki fallist á erindi Þels ehf. um niðurfellingu álagðs gatnagerðargjalds sem lagt var á loðdýrabúið árið 1997.
Gjaldið var lagt á samkvæmt þeim reglum sem giltu um álagningu gatnagerðargjalda á Sauðárkróki.
Jafnframt bendir byggðarráð gjaldanda á að leita úrskurðar Fasteignamats ríkisins um álagningarstofn fasteignaskatts, sbr. 4.gr. laga 4/1995.#GL
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1200.
Herdís Á. Sæmundardóttir Elinborg Hilmarsdóttir Gísli Gunnarsson Ásdís Guðmundsdóttir Ingibjörg Hafstað | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðsson |