Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

74. fundur 24. nóvember 1999
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 74 – 24.11.1999

    Ár 1999, miðvikudaginn 24. nóvember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
  1. Útsvarsprósenta árið 2000.
  2. Bréf frá VSÓ ráðgjöf.
  3. Bréf frá eftirlitsnefnd skv. 74. gr. sveitarstj. laga.
  4. Eignarhaldsfélög.
  5. Bréf frá SSNV.
  6. Bréf frá Héraðsvötnum ehf.
  7. Formaður umhv.- og tækninefndar kemur á fundinn.
  8. Málefni Þel ehf.
  9. Ferðaþjónustan á Steinsstöðum.
  10. Sala hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf.
AFGREIÐSLUR:
  1. Eftirfarandi tillaga lögð fram: #GLByggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta fyrir árið 2000 verði 12,04#PR.#GL
    Samþykkt samhljóða.
  2. Lagt fram bréf frá VSÓ ráðgjöf Akureyri, dagsett 10. nóvember 1999, varðandi árangursmat hjá sveitarfélögum. Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu.
  3. Lagt fram til kynningar bréf frá eftirlitsnefnd skv. 74.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998, dagsett 11. nóvember 1999, varðandi gerð fjárhagsáætlunar, framkvæmd og eftirfylgni.
  4. Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV, dagsett 17. nóvember 1999, varðandi frestun á stofnun eignarhaldsfélags í Norðurlandskjördæmi vestra. Lagt fram erindi frá Kaupþingi Norðurlands hf., dagsett 22. nóvember 1999, um stofnun Eignarhaldsfélags Norðurlands.
    Byggðarráð samþykkir að Sveitarfélagið Skagafjörður gerist hluthafi í Eignarhaldsfélagi Norðurlands – Tækifæri ehf. og leggi fram kr. 7.500.000 á ári sem hlutafé í þrjú ár.
  5. Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV, dagsett 19. nóvember 1999, varðandi fund í Hótel Varmahlíð 29. nóvember nk., um endurskoðun laga um tekjustofna sveitarfélaga.
  6. Lagt fram til kynningar bréf frá Héraðsvötnum ehf., dagsett 22. nóvember 1999, varðandi kynningarfund í Hótel Varmahlíð 30. nóvember nk., um fyrirhugaða Villinganesvirkjun í Skagafirði.
  7. Stefán Guðmundsson formaður umhverfis- og tækninefndar kom á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi samning við Landsvirkjun um m.a. vegagerð um Mælifellsdal. Byggðarráð samþykkir að tilnefna einn mann í viðræðunefnd til viðræðna við Landsvirkjun um framkvæmd hluta Blöndusamnings, þ.e. vegagerð um Mælifellsdal. Aðrir í nefndinni verða fulltrúar frá umhverfis- og tækninefnd, landbúnaðarnefnd og samráðshóp um framkvæmd Blöndusamnings.
    Stefán vék síðan af fundi.
  8. Málefni Þels ehf. rædd. Byggðarráð samþykkir eftirfarandi bókun:
    #GLByggðarráð getur ekki fallist á erindi Þels ehf. um niðurfellingu álagðs gatnagerðargjalds sem lagt var á loðdýrabúið árið 1997.
    Gjaldið var lagt á samkvæmt þeim reglum sem giltu um álagningu gatnagerðargjalda á Sauðárkróki.
    Jafnframt bendir byggðarráð gjaldanda á að leita úrskurðar Fasteignamats ríkisins um álagningarstofn fasteignaskatts, sbr. 4.gr. laga 4/1995.#GL
  9. Byggðarráð samþykkir að auglýsa eftir rekstraraðila til að reka Ferðaþjónustuna á Steinsstöðum næsta sumar.
  10. Byggðarráð samþykkir að breyta fyrri ákvörðun um sölu hlutabréfa í Fiskiðjunni Skagfirðingi hf. á þann veg að öll bréfin verði seld í einu lagi.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Ingibjörg Hafstað greiðir atkvæði á móti og vísar til fyrri samþykktar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1200.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað
              Margeir Friðriksson, ritari
              Snorri Björn Sigurðsson