Eyvindarstaðaheiði ehf.
Formaður stjórnar Valgerður Kjartansdóttir setti fundinn og lagði til að Kristján Jónasson stýri fundi og Sigursteinn Bjarnason riti fundargjörð. Það var borið undir fundinn og samþykkt samhljóða. Fundarstjóri kannaði í upphafi umboð fulltrúa sveitarfélaganna og úrskurðaði fundinn lögmætan. Lögð var fram svohljóðandi dagskrá:
- Skýrsla stjórnar fyrir árið 2021
- Ársreikningur 2021
- Tilnefning í stjórn til eins árs
- Kosning endurskoðanda
- Önnur mál
- Valgerður fór yfir störf félagsins á liðnu ári. Haldnir voru 3 stjórnarfundir auk samskipta í síma og tölvu. Venjubundið viðhald á vegum og girðingum var eins og undanfarin ár. Einnig hefur verið rætt við Vegagerðina um ristahlið á veginn ofan við Fossa og hefur hún tekið jákvætt í það. Ef það gengur ekki eftir að Vegagerðin leggi til hlið og undirstöður undir það, þarf stjórn að finna aðrar lausnir á þessu vandamáli. Því má segja að afréttargirðingin sé ekki fjárheld á þessum parti meðan hliðið er ekki virka eins og það á að gera.
- Ársreikningar. Kristján endurskoðandi félagsins fór yfir ársreining félagsins vegna rekstarársins 2021. Þar kom fram að 325.746 kr tap varð á rekstri félagsins á árinu og færist það til næsta reikningsárs. Eignir voru þann 31. desember alls 50.189.512 kr. þar af var handbært fé 33.379.645 kr. í árslok. Þar sem félagið fær ekki lengur endurgreiddann virðisaukaskatt samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra, er sú staða mjög íþyngjandi fyrir félagið. Að öðru leyti er vísað til ársreiknings sem er aðgengilegur hjá eignaraðilum. Ekki komu fram athugasemdir við reikninginn og hann samþykktur samhljóða.
- Tilnefning í stjórn. Tilnefnd eru í stjórn frá Sveitarfélaginu Skagafirði: Valgerður Kjartansdóttir, Smári Borgarsson og Gunnar Valgarðsson, og frá Húnavatnshreppi: Sigþrúður Friðriksdóttir og Sigursteinn Bjarnason.
- Kostning endurskoðanda. Kristján Jónasson hjá KPMG var endurkjörinn til eins árs.
- Önnur mál. Rætt var um framtíð félagsins og hvort það ætti að leita eftir því að það tæki að sér fleiri verkefni ef slík tækifæri byðust. Fundarmenn voru jákvæðir fyrir því að skoða slíkt ef það félli að annari starfsemi félagssins.
Fleira ekki tekið fyrir. Afgreiðsla fundargerðar verður að venju með staðfestingu í tölvupósti.