Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 3 – 26.08.2002
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Hapra Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri, Elsa Jónsdóttir, skrifstofustjóri og Árdís Antonsdóttir félagsráðgjafi sem ritaði fundargerð.
DAGSKRÁ:
Húsnæðismál
1. Afgreiðslur og úthlutanir.
Félagsmál
2. Trúnaðarmál.
3. Lagðar fram að nýju til umræðu reglur um fjárhagsaðstoð með
hliðsjón af samþykkt sveitarstjórnar frá 10. júní 2002 um
afgreiðsluheimildir félagsmálastjóra.
4. Umsókn um leyfi til dagvistar á einkaheimili.
Íþrótta- og æskulýðsmál
5. Geymslan, menningar- og kaffihús ungs fólks.
6. Yfirlit yfir verkefni á sviði íþrótta- og æskulýðsmála.
7. Styrkbeiðnir.
8. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Húsnæðismál
1. Þrjú viðbótarlán samþykkt, sjá innritunarbók.
Elsa vék af fundi.
Félagsmál
2. Trúnaðarmál bókuð í trúnaðarbók.
3. Ræddar tillögur um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð.
Lokaafgreiðslu frestað.
4. Samþykkt leyfi til dagvistar á einkaheimili fyrir Ragnhildi Þórðardóttur, með
fyrirvara um leyfi Brunavarna Skagafjarðar.
Íþrótta- og æskulýðsmál
Ómar Bragi Stefánsson, menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mætir á fund.
5. Lagt fram bréf frá húsnefnd Geymslunnar, þar sem farið er fram á styrk til
frágangs húsnæðisins. Formanni og starfsmönnum falið að vinna að málinu.
6. Lagt fram til kynningar yfirlit yfir verkefni á sviði íþrótta- og æskulýðsmála.
7. Styrkbeiðnir.
a) Erindi frá aðalstjórn Tindastóls, dags. 20. 07. 2002, um aukinn styrk
til félagsins, afgreiðslu frestað.
b) Erindi frá aðalstjórn Tindastóls, dags. í júlí 2002, um styrk vegna
knattspyrnuskólans. Afgreiðslu frestað.
c) Erindi frá aðalstjórn Tindastóls, dags. 22. 08. 2002, um styrk vegna
frjálsíþróttadags þann 14. september nk. Afgreiðslu frestað.
8. Önnur mál
a) Félagsmálastjóri upplýsti um breytingar í starfsmannahaldi. Jóna
Hjaltadóttir, þroskaþjálfi og umsjónarmaður Leikfangasafns, hefur látið
af störfum. Theódór Karlsson, þroskaþjálfi og umsjónarmaður Atvinnu
með stuðningi (AMS) hefur látið af störfum. Félagsmálanefnd þakkar
þeim báðum vel unnin störf. Auglýst hefur verið eftir starfsmanni í AMS.
Til athugnar er tilfærsla verkefna Leikfangasafns með breyttu skipulagi.
b) Lagt fram boð um þátttöku á hátíðarfundi átthagafélagsins Geisla úr
Óslandshlíð þann 31. ágúst 2002.
Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 3. september kl. 16.00.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:35