Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 4 – 03.09.2002
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Hapra Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri og Ómar Bragi Stefánsson íþr.- og æskulýðsfulltrúi.
DAGSKRÁ:
Íþrótta- og æskulýðsmál
1. Geymslan – menningar- og kaffihús ungs fólks
2. Styrkbeiðnir
Félagsmál
3. Lagðar fram að nýju tillögur um breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð, með
hliðsjón af samþykkt sveitarstjórnar frá 10. júní 2002 um afgreiðsluheimildir
félagsmálastjóra.
4. Lagðar fram tvær umsóknir um launuð leyfi vegna þáttöku í fjarnámi
5. Trúnaðarmál
AFGREIÐSLUR:
1. Geymslan – menningar- og kaffihús ungs fólks
Guðbjörg Jóhannesdóttir mætti á fundinn fyrir hönd hússtjórnar Geymslunnar, og gerði m.a. grein fyrir bréfi dags. 26.8.02. sem lagt var fram á síðasta fundi nefndarinnar. Lagt var fram yfirlit yfir fjárhagsstöðu verkefnisins. Þar sem fjárhagur þess virðist viðunandi telur nefndin ekki þörf á því að koma að með aukafjárveitingu að sinni. Nefndin felur starfsmönnum sínum að gera tillögu að skipuriti fyrir hússtjórn Geymslunnar og skilgreina þátttöku sveitarfélagsins í samstarfsverkefninu.
2. Styrkbeiðnir
Frestuð erindi frá síðasta fundi:
a) Bréf frá aðalstjórn Tindastóls, dags. 20.07.02, varðandi hækkun á rekstrarstyrk til félagsins. Beiðni synjað.
b) Bréf frá aðalstjórn Tindastóls, dags. í júlí s.l. varðandi Knattspyrnuskóla Íslands. Starfsmanni falið að afla frekari upplýsinga, s.s. þáttakendafjölda og fjárhagsstöðu.
c) Bréf frá aðalstjórn Tindastóls fyrir hönd frjálsíþróttadeildar, dags. 22.08.02, varðandi Skagfirskan frjálsíþróttadag. Nefndin samfagnar góðum árangri deildarinnar og felur starfsmanni að taka þátt í deginum f.h. nefndarinnar.
3. Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð
Nefndin samþykkir breytingatillögur félagsmálastjóra varðandi breytingar á 4.gr., 7.gr.,og 15.gr Jafnframt samþykkir nefndin að fella 22.gr.út.
4. Launað leyfi vegna fjarnáms
Fallist á erindi tveggja starfsmanna um launað starfsleyfi, enda rúmist það innan fjarhagsramma. Félagsmálastjóra falið að gera samkomulag við hlutaðeigandi um vinnu hjá sveitarfélaginu að námi loknu.
5. Trúnaðarmál – færð í trúnaðarbók
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:35