Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 5 – 17.09.2002
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri, Ómar Bragi Stefánsson íþr.- og æskulýðsfulltrúi og Árdís Antonsdóttir sem ritaði fundargerð.
DAGSKRÁ:
Íþrótta- og æskulýðsmál
1. Félagsmiðstöðin Friður – kynning og umræður. Forstöðumaður mætir á
fundinn.
2. Geymslan – menningar- og kaffihús ungs fólks – lögð fram drög að skipuriti
fyrir hússtjórn og skilgreiningu á þáttöku sveitarfélagsins í verkefninu.
Rekstrarmál
3. Staða málaflokkanna og endurskoðun fjárhagsáætlunar
Húsnæðismál
4. Félagslegar leiguíbúðir
Félagsmál
5. Trúnaðarmál
Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
Íþrótta- og æskulýðsmál
1. María Björk Ingvadóttir forstöðumaður Friðar mætir á fundinn, leggur fram greinargerð og gerir grein fyrir starfi félagsmiðstöðvarinnar Friðar.
María Björk víkur af fundi.
2. Geymslan – menningar- og kaffihús ungs fólks. Búið er að auglýsa eftir starfsmanni fyrir húsið. Lögð fram drög að skipuriti fyrir stýrihóp forvarna, Geymsluna og önnur forvarnarverkefni.
Rekstrarmál
3. a) Gunnar Sandholt félagsmálastjóri gerir grein fyrir stöðu gjaldaliða félagsmála
vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
b) Ómar Bragi Stefánsson gerir grein fyrir stöðu gjaldaliða í menningar-, íþrótta-
og æskulýðsmálum, vegna endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
Húsnæðismál
4. Félagsmálastjóri leggur fram tillögu að matsblaði vegna forgangsröðunar biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði í Skagafirði og nánari útskýringar á stigagjöf í félagslegum aðstæðum.
Félagsmál
5. Trúnaðarmál – færð í trúnaðarbók
Önnur mál
6. a) Erindi frá Byggðaráði varðandi umsókn Sveins Brynjars Pálmasonar og
Kristínar Friðjónsdóttur um niðurgreiðslu á launum au-pair starfsmanns.
Erindinu frestað.
b) Drög að verklagsreglum um notkun og resktur á bifreiðinni VN 716 lagt fram
til kynningar.
c) Erindi frá Ráðherraskipaðri nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum, dagsett
30. ágúst 2002 varðandi verkefni og námskeið fyrir konur í stjórnmálum.
Nefndin felur starfsmanni að kynna námskeiðin fyrir konum í nefndum
sveitarfélagsins.
d) Minnisblað um líkamsræktarátak aldraðra í Hofshreppi hinum forna lagt fram
til kynningar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:30