Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 8 – 12.11.2002
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri og Árdís Antonsdóttir sem ritaði fundargerð.
DAGSKRÁ:
Félagsmál
1. Trúnaðarmál
2. Fyrirhugað námskeið fyrir dagmæður, sbr. bréf FSNV
dags. 7.11.02
Jafnréttismál
3. Endurskoðun jafnréttisáætlunar
Önnur mál
4. Lagt fram bréf frá Félagi áhugafólks um íþróttir fyrir aldraða,
dags. 31. okt. 2002
5. Lagt fram bréf frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis,
dags 4. nóvember 2002,
þar sem leitað er umsagnar um þingsályktunartillögu um skattfrelsi
lágtekjufólks.
6. Dagskrá starfsdags heimaþjónustu sveitarfélagsins.
7. Heimsókn í sambýlið Fellstúni 19
Afgreiðslur
Félagsmál
1. Trúnaðarmál engin.
2. Lagt fram bréf dags. 7. nóv. frá Farskóla Norðurlands vestra þar sem kynnt er fyrirhugað námskeið fyrir dagmæður. Samþykkt að greiða niður námskeiðsgjald fyrir dagmæður af svæðinu, félagsmálastjóra falið að afgreiða málið.
Jafnréttismál
3. Þórdís og Harpa segja frá Landsfundi jafnréttisnefnda. Ársæll Guðmundsson mætir á fundinn. Rætt um hvernig endurskoðun jafnréttisáætlunar verði best við komið, þannig að sem flestar nefndir sveitarfélagsins eigi þátt í henni. Samþykkt að fela formanni og félagsmálastjóra að vinna áfram að málinu og verði það lagt fyrir að nýju á næsta fundi.
Ársæll Guðmundsson víkur af fundi.
Önnur mál
4. Lagt fram til kynningar greinargerð frá Félagi áhugafólks um íþróttir fyrir aldraða.
5. Lagt fram til kynningar bréf frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, ásamt þingsályktunartillögu um skattfrelsi lágtekjufólks. Afgreiðslu málsins frestað.
6. Lagt fram til kynningar dagskrá starfsdags heimaþjónustu sveitarfélagsins, sem haldinn verður 14. nóvember nk.
7. Heimsókn í sambýlið Fellstúni 19.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.45