Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

10. fundur 10. desember 2002

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 10 – 10.12.2002

             Ár 2002, þriðjudaginn 10. desember kl. 1600, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í Ráðhúsinu.
            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson, menningar,- íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri og Árdís Antonsdóttir sem ritaði fundargerð. 
DAGSKRÁ: 
Félagsmál/Íþrótta- og æskulýðsmál
  1. Trúnaðarmál.
  2. Minnispunktar varðandi hækkun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar.
Félagsmál/Íþrótta- og æskulýðsmál
3.      Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2003.
Önnur mál 

Afgreiðslur:
 
Félagsmál 
             1.   Trúnaðarmál færð í trúnaðarbók.
             2.   Ræddir minnispunktar varðandi hækkun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar.  Samþykkt samhljóða að leggja til við Byggðarráð að hækka grunnupphæð í 87.000 kr. til samræmis við reglur sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð. 
Félagsmál/Íþrótta- og æskulýðsmál 
                  3.   Farið yfir stöðu gjaldaliða fjárhagsáætlunar og undirbúin umfjöllun um fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50