Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 12 – 27.01.2003
Ár 2003, mánudaginn 27. janúar kl. 1600, kom Félags- og tómstundanefnd saman til fundar í Ráðhúsinu.Fundur 12 – 27.01.2003
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Ómar Bragi Stefánsson, menningar,- íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, og Gunnar Sandholt, félagsmálastjóri sem ritaði fundargerð.
DAGSKRÁ:
Félags- og tómstundamál
1. Lögð fram til síðari umræðu drög að fjárhagsáætlun fyrir 2003 ásamt starfsáætlun Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar
2. Skipting tíma í Reiðhöllinni Svaðastöðum
3. Lagt fram bréf dags 24.01.03 Guðlaugs S. Pálmasonar, verkefnisstjóri “Ég er húsið mitt”
4. Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Rædd endurskoðuð drög að fjárhagsáætlun fyrir 2003. Vísað til síðari umræðu í byggðarráði.
2. Ómar Bragi leggur fram tillögu að skiptingu á tímum sem sveitarfélagið hefur til úthlutunar í Reiðhöllinni:Tillagan samþykkt.
UMF Tindastóll 257
Golfklúbbur Skr 10
UMF Neisti 55
Iðja Hæfing 40
Unglingastarf hestamannafélaga 28
UMSS 10
Samtals 400 tímar
3. Beiðni um fjárstyrk vegna dreifingar bókar í sveitarfélaginu synjað.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.45