Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 21 – 09.09.2003
Ár 2003, þriðjudaginn 9. september 2003 kl. 16, kom Félags- og tómstundanefnd saman til fundar, fyrst á Íþróttavellinum á Sauðárkróki og síðan í Ráðhúsinu.
Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt, María B. Ingvadóttir.
Dagskrá:
Íþróttamál
1. Ný íþróttamannvirki skoðuð og rætt við umsjónarmenn framkvæmda
2. Tímaúthlutun í Reiðhöllinni
Húsnæðismál
3. Úthlutun viðbótarlána
Æskulýðs- og tómstundamál
4. Vinnuskólinn – yfirlit yfir sumarstarfið
5. Félagsmiðstöðin Friður: undirbúningur vetrarstarfs
Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Íþróttasvæðið skoðað undir leiðsögn Viggós Jónssonar.
2. Ræddar verklagsreglur við úthlutun tíma í Reiðhöllinni. Ákvörðun frestað.
3. Samþykktar úthlutanir á 4 viðbótarlánum, sjá innritunarbók..
4. María Björk Ingvadóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, gerði grein fyrir sumarstarfi Vinnuskólans. Endanleg skýrsla verður gefin út innan tíðar.
5. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi gerir grein fyrir undirbúningi vetrarstarfs Friðar, þar sem m.a. kemur fram að áhersla er lögð á áframhaldandi starf á Hofsósi og í Varmahlíð auk Sauðárkróks.
6. Önnur mál.
a) Lagt fram bréf um kynningu á útivistartíma SAMAN-hópsins.
Samþykkt að veita allt að kr. 80.000 til kynningarátaks á útivistartíma barna og unglinga.
Fundi slitið kl. 18:30