Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

22. fundur 16. september 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 22 – 16.09.2003

 
 
            Ár 2003, þriðjudaginn 16. september 2003 kl. 16, kom Félags- og tómstundanefnd  saman til fundar í  Ráðhúsinu.
            Mætt voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir,  Harpa Kristinsdóttir, Gunnar Sandholt, Elsa Jónsdóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Rúnar Vífilsson, sem skrifar fundargerð
 
Dagskrá:
 
Íþróttamál
1.      Tímaúthlutun í Reiðhöllinni
2.      Lagt fram erindi um opnunartíma Sundlaugarinnar á Sauðárkróki
3.      Landsmót 2004
4.      Styrkveitingar
5.      Samningur Tindastóls og Sveitarfélagsins Skagafjarðar
6.      Íþróttavellir í Skagafirði – úttekt
7.      Reglur um umgengni í Íþróttahúsinu
8.      Önnur mál
 
Húsnæðismál
9.      Umsókn um viðbótarlán
 
Félagsmál
10. Trúnaðarmál
 
Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 
1.      Rætt um tímaúthlutun í Reiðhöllinni. Auglýst verður eftir umsóknum um lausa tíma.
 
2.      Opnunartími Sundlaugar. Ákveðið að vísa erindinu til  forstöðumanns.
 
3.      Landsmót 2004. Lagt fram til kynningar upplýsingarit frá framkvæmdastjóra landsmóts UMFÍ, fundargerðir framkvæmdanefndar auk endurskoðaðrar kostnaðaráætlunar framkvæmda. Ákveðið að fá framkvæmdastjóra landsmóts á fund nefndarinnar á næstunni til viðræðna.
 
4.      Styrkveitingar til ungra íþróttamanna. Ákveðið að styrkja tvo unga íþróttamenn, Margréti Vigfúsdóttur og Ingu Birnu Friðjónsdóttur, um 30.000 króna hvora, vegna utanlandsferða með knattspyrnulandsliði Íslands.
 
5.      Samningur Tindastóls og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Lögð fram árshluta-uppgjör deilda Tindastóls og aðalstjórnar.
 
6.      Íþróttavellir. Lögð fram til kynningar skýrsla um íþróttavelli í Skagafirði frá Bjarna Helgasyni, jarðvegsfræðingi.
 
7.      Reglur um umgengni í íþróttahúsi. Nefndin ítrekar þær umgengnisreglur sem í gildi eru í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og felur starfsmönnum að kynna þær og endurskoða í samráði við starfsmenn og þjálfara íþróttafélaganna.
 
8.      Önnur mál.
a)      Lagðir fram til kynningar samningar milli sveitarfélaga og íþróttafélaga
b)      Rætt um umsjón með Sundlauginni Sólgörðum. Samþykkt að vera með svipaða þjónustu og verið hefur.
 
9.      Umsókn um viðbótarlán samþykkt. Sjá innritunarbók.
 

10.  Teknar voru fyrir 4 beiðnir í 3 málum. Samþykktar voru  2 beiðnir, einni frestað en einni synjað. Ákvarðanir færðar í trúnaðarbók.
 
Fundi slitið kl. 17:50