Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

24. fundur 07. október 2003

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 24 – 7.10.2003

 
 
            Ár 2003, þriðjudaginn 7. október kl. 16:00, var haldinn fundur í  Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
 
            Mættir:  Ásdís Guðmundsdóttir, formaður, Harpa Kristinsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi og Gunnar M. Sandholt, frkvstj. Fjölskyldu- og þjónustusviðs
 
    Dagskrá:
Íþróttamál
1.      Úhlutun tíma í Reiðhöllinni
2.      Samningur við körfuknattleiksdeild UMF Tindastóls um þrif íþróttahúss eftir leiki
Félagsmál
3.      Trúnaðarmál
4.      Bréf frá Félagi eldri borgara í Skagafirði, dagsett 1. september 2003, um húsnæðismál. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 9. september 2003 að vísa erindinu til Félags- og tómstundanefndar
5.      Staða fjárhagsliða
Húsnæðismál
6.      Úhlutanir félagslegra leiguíbúða
Önnur mál
 
Afgreiðslur:
 
1.      Samþykkt að úthluta tímum til eftirfarandi aðila: Iðjunni og sérdeild Árskóla 4 tímum á viku. Íþróttaskóla tveim tímum á viku. Tindastóli 10 tímum á viku að hausti og 8 tímum á viku að vori (frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild). Ungmennafélaginu Neista 2 tímum að hausti og 1,5 tímum að vori.
 
2.      Samþykktur skriflegur samningur milli Sveitarfélagsins og UMFT varðandi þrif á íþróttahúsi, sem er framlenging á eldri munnlegum samningi. Fræðslu- og íþróttafulltrúa falið að senda samninginn til aðalstjórnar UMFT.
 
3.      a)   Samþykkt fjárhagsaðstoð í 3 málum, sjá trúnaðarbók
b)   Synjað að endurgreiða kostnað hjá dagmóður aftur í tímann, umfram

      heimildir í reglum.
 
4.      -  6. dagskrárlið frestað.

 

Fundi slitið kl. 17.15