Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 25 – 21.10.03
Ár 2003, þriðjudaginn 21. október kl. 16:00, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Rúnar Vífilsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, María Björk Ingvadóttir og Gunnar M. Sandholt.
Dagskrá:
Íþróttamál
1. Endurskoðuð fjárhagsáætlun
2. Erindi frá UMSS vegna íþróttamanns Skagafjarðar
Æskulýðs- og tómstundamál
3. Endurskoðuð fjárhagsáætlun
4. Félagsmiðstöðin Friður – upphaf vetrarstarfs, starfsáætlun og innra starf
5. Kynnt námkeiðið ÞOR fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva á Norðurlandi
6. Bréf frá Félagi eldri borgara í Skagafirði, dagsett 1. september 2003, um húsnæðismál. Byggðarráð samþykkti á fundi sínum 9. september 2003 að vísa erindinu til Félags- og tómstundanefndar
7. Erindi frá eldri borgurum á Hofsósi, dags. 30. september 2003.
8. Erindi frá Unglingadeildinni Trölla
Félagsmál
9. Endurskoðuð fjárhagsáætlun
10. Trúnaðarmál
11. Erindi frá SÁÁ
12. Erindi frá Krossgötum
13. Lögð fram ársskýrsla SFNV um málefni fatlaðra fyrir árið 2002
Húsnæðismál
14. Úhlutanir félagslegra leiguíbúða
15. Afgreiðsla viðbótarlána
16. Umsókn til Íbúðarlánasjóðs vegna viðbótarlána 2004
Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Lögð fram til kynningar endurskoðuð fjárhagsáætlun íþróttamála. Margeir Friðriksson, sviðsstjóri fjármálasviðs, svaraði spurningum um uppsetningu og færslur.
2. Samþykkt að taka þátt í undirbúningi og framkvæmd á vali íþróttamanns Skagafjarðar 2003 í samvinnu við UMSS.
3. Kynnt staða gjaldaliða æskulýðsmála.
4. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi leggur fram yfirlit yfir nýbyrjað vetrarstarf Félagsmiðstöðvarinnar Friðar.
5. Kynnt dagskrá námskeiðs sem haldið verður á Sauðárkróki fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva á Norðurlandi og aðra starfsmenn á vettvangi ungs fólks fimmtudaginn 23. október n.k.
6. Formanni og æskulýðs- og tómstundafulltrúa falið að bjóða Félagi eldri borgara til viðræðna um erindið.
7. Með erindinu var lögð fram svofelld ferskeytla:
Komin er ég enn á ný
eftir styrk að leita.
Sýnir mikla þörf á því
þrekleysi og streita.
Félags- og tómstundanefnd svarar erindinu svo:
Ellismellir enn á ný
í sér vilja bleyta
níutíuþúsund því
þeim nú skulum veita.
og samþykkir að greiða niður ferðakostnað vegna endurhæfingar- og þjálfunarnámskeiðs, kr. 90.000. Fyrri hluta erindisins vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
8. Synjað erindi um viðbótarstyrk.
9. Lögð fram til kynningar endurskoðuð fjárhagsáætlun félagsmálaliða.
10. Samþykkt ein beiðni í einu máli.
11. Synjað erindi um styrk vegna forvarnaverkefnis.
12. Synjað erindi um styrk til uppbyggingar endurhæfingarheimilis í Kópavogi.
13. Skýrslan lögð fram.
14. Samþykkt að leigja 4gra herbergja íbúð í Víðigrund 24, 3gja herbergja íbúð í Víðigrund 28 og 3gja herb. íbúð við Kvistahlíð 19, sjá innritunarbók.
15. Samþykkt 5 viðbótarlán, einni umsókn synjað vegna eignamarka, sjá innritunarbók.
16. Lögð fram umsókn til Íbúðarlánasjóðs vegna viðbótarlána árið 2004 að upphæð 30.000.000 kr. Samþykkt.
17. Önnur mál
a) Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi greindi frá fundi um starfsemi á skíðasvæðinu í Tindastóli.
Fundi slitið kl. 18:25