Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 30 – 16.12.03
Afgreiðslur: 1. Samþykktar 4 beiðnir um fjárhagsaðstoð í 4 málum, synjað 2 beiðnum í 2 málum. 2. Lagt fram erindi frá atvinnu- og ferðamálanefnd varðandi bréf Ólafs Jónssonar í Lónkoti sem fer fram á aðstoð sveitarfélagsins við uppbyggingu golfvallar í tengslum við ferðaþjónustu. Atvinnu- og ferðamálanefnd vísaði málinu frá sér á þeirri forsendu að um íþróttamál væri að ræða.
Styrkir til íþróttamála eru bundnir því skilyrði að um skipulagt félagsstarf sé að ræða og hafa einkum það markmið að efla barna- og unglingastarf. Þessar forsendur liggja hinsvegar ekki fyrir í erindi Ólafs, enda er hér um einkafyrirtæki í ferðaþjónustu að ræða. Því kemur ekki til greina að óbreyttum forsendum að veita styrk af gjaldaliðum íþróttmála. Nefndin vísar erindinu aftur til atvinnu- og ferðamálanefndar varðandi þann hlauta er snýr að ferðaþjónustunni. 3. Lagt fram bréf frá Júlíusi Þórðarsyni, sem lýsir yfir áhuga á að taka að sér heimsendingu matar fyrir aldraða o.fl. Samþykkt að gengið verði til samninga við Júlíus. 4. Önnur mál: a) Framlagt upplýsingarit frá Menntamálaráðuneytinu þar sem fram koma á einum stað rannsóknir á íslenskum unglingum frá 1991 – 2002. Í sama bréfi er boðað til kynningarfundar, fimmtudaginn 18. desember þar sem kynntar verða nýjustu og helstu niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2003. b) Kynning á ráðstefnu um kvennahreyfingar sem haldin verður í Reykjavík í júní á næsta ári. c) Kynnt að kjöri á íþróttamanni Skagafjarðar verði lýst þriðjudaginn 30. desember kl. 12 í félagsheimilinu Ljósheimum. d) Rætt um áramótadansleik fyrir ungmenni, 16 ára og eldri og kynnt bréf forvarnarhóps um málið. Fleira ekki gert, og fundi slitið kl: 17.30
Ásdís Guðmundsdóttir Gunnar Sandholt Þórdís Friðbjörnsdóttir María Björk Ingvadóttir Harpa Kristinsdóttir Rúnar Vífilsson