Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 34 – 02.03.2004
Ár 2004, þriðjudag 2. mars kl. 16:00, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir voru: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir, en af hálfu starfsmanna Gunnar Sandholt, Elsa Jónsdóttir, Rúnar Vífilsson og María Björk Ingvadóttir.
dagskrá:
1. Lagðar fram umsóknir um styrki til íþróttamála
2. Lagðar fram umsóknir um styrki til æskulýðs- og tómstundamála
3. Viðbótarlán vegna húsnæðismála
4. Trúnaðarmál
5. Lagt fram bréf Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
6. Lagt fram bréf Félagsmálaráðuneytisins varðandi reglugerð um dagvistun barna á einkaheimilum
7. Önnur mál
afgreiðslur:
- Rúnar Vífilsson, fræðslu- og íþróttafulltrúi, lagði fram til kynningar yfirlit yfir umsóknir sem borist hafa.
Rúnar vék af fundi.
- María Björk Ingvadóttir kom á fundinn og lagði fram til kynningar yfirlit yfir umsóknir sem borist hafa.
María Björk vék af fundi.
- Elsa Jónsdóttir, sviðsstjóri, kynnti 3 umsóknir um viðbótarlán vegna húsnæðismála. Nefndin samþykkti umsóknirnar, sjá innritunarbók. Elsa vék af fundi.
- Samþykktar 4 umsóknir um fjárhagsaðstoð í 2 málum.
- Ráðgjafarþjónusta um fjármál heimilanna ásamt Akureyrarbæ hefur skipulagt viðtalstíma ráðgjafa stofunnar á Akureyri. Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga hefur verið í samvinnu við þessa aðila og vísað nokkrum einstaklingum og fjölskyldum til ráðgjafar á tilraunatímabili sem staðið hefur s.l. ár. Hefur það þótt gefast vel og bætt aðgengi að þessari ráðgjafarþjónustu fyrir Skagfirðinga.
- Lögð fram til umsagnar drög að reglugerð félagsmálaráðuneytisins um dagvistun barna á einkaheimilum. Ákveðið að fara fram á frest til næsta fundar til að gefa umsögn.
- Önnur mál:
Ákveðið að tilnefna formann, Ásdísi Guðmundsdóttur, fulltrúa sveitarfélagsins í unglingalandsmótsnefnd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.