Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 36 – 23.03.2004
Ár 2004, þriðjudag 23. mars kl. 16.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Elsa Jónsdóttir, dagskrárliður 1, Hrafnhildur Guðjónsdóttir, dagskrárliður 2, María Björk Ingvadóttir, dagskrárliðir 3 og 4, Rúnar Vífilsson, dagsrárliðir 5 og 6, og Gunnar Sandholt, sem ritaði fundargerð
dagskrá:
1. Umsóknir um viðbótarlán vegna húsnæðismála
2. Úthlutun félagslegra leiguíbúða
3. Trúnaðarmál
4. Umsóknir um styrki vegna æskulýðsmála
5. Hugmynd um rekstur “Húss frítímans”
6. Umsóknir um styrki vegna íþróttamála
7. Rekstur íþróttamannvirkja
8. Önnur mál
afgreiðslur:
1. Lagðar fram 4 skriflegar umsóknir og ein munnleg um viðbótarlán vegna húsnæðismála, samþykkt fimm viðbótarlán, sjá innritunarbók
2. Úthlutað tveimur tveggja herbergja leiguíbúðum í Kvistahlíð og Víðimýri, sjá innritunarbók
3. Samþykktar að hluta 2 erindi í einu máli, synjað einu erindi í öðru máli.
4. Umsóknir um styrki vegna æskulýðsmála lagðar fram en umræðu og ákvörðun frestað til næsta fundar.
5. Hugmynd kynnt um starfsemi “Húss frítímans” sem tæki til félags- og menningarstarfs fyrir marga aldurshópa.
6. Umsóknir um styrki vegna íþróttamála. Nefndin samþykkti eftirfarandi styrki:
Ungmennafélagið Tindastóll 5.500.000 kr.
Ungmennafélagið Neisti 550.000 kr.
Ungmennafélagið Smári 400.000 kr.
Ungmennafélagið Hjalti 170.000 kr.
Gróska íþróttafélag fatlaðra 250.000 kr.
Hestamannafélagið Léttfeti 200.000 kr.
Hestamannafélagið Stígandi 170.000 kr.
Hestamannafélagið Svaði 170.000 kr.
Skotfélagið Ósmann 100.000 kr.
Bílaklúbbur Skagafjarðar 100.000 kr.
Ungmennasamband Skagafjarðar 1.200.000 kr.
Skákfélag Sauðárkróks 60.000 kr.
Golfklúbbur Sauðárkróks 3.000.000 kr.
Þriðji flokkur UMFT í knattsp. 50.000 kr.
Foreldrafélag barna í Fljótum 50.000 kr.
7. Rekstur íþróttamannvirkja. Tekið fyrir bréf frá aðalstjórn Tindastóls þar um og samþykkt að óska eftir viðræðum sem fyrst
8. Önnur mál. Engin önnur mál.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl: 18.50
Gunnar Sandholt