Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 37 – 13.04.2004
Fundur 37 – 13.04.2004
Ár 2004, þriðjudag 13. apríl kl. 16.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Hrafnhildur Guðjónsdóttir, María Björk Ingvadóttir og Gunnar Sandholt, sem ritaði fundargerð.
dagskrá:
1. Trúnaðarmál
2. Tómstundamál
3. Umsóknir um styrki vegna æskulýðs- og tómstundamálamála
4. Íþróttamál
5. Önnur mál
afgreiðslur:
1. Lagðar fram 4 beiðnir um fjárhagsaðstoð í 4 málum. Tvær beiðnir samþykktar, einni frestað og einni synjað, sjá trúnaðarbók. Samþykkt ein beiðni um niðurgreiðslu dagvistar í heimahúsi samkv. 6. grein reglna um niðurgreiðslu.
2.
a) Félagsstarf eldri borgara. Lögð fram samningsdrög frá félagsheimilinu Ljósheimum þar sem farið er formlega fram á um helmings hækkun á húsaleigunni fram til 1. júní n.k. Ákveðið að óska eftir viðræðum við stjórn Ljósheima um málið.
b) Kynnt boð stjórnar Félags eldri borgara um að formaður Félags- og tómstundanefndar komi á aðalfund félagsins 15. apríl kl. 13.30 m.a. til að ræða stefnuna varðandi húsnæðismál fyrir tómstundastarf eldri borgara. Samþykkt að þiggja boðið.
c) Ræddar áfram hugmyndir um frítímahús fyrir alla aldurshópa. Eftirfarandi var samþykkt: “Félags-og tómstundanefnd samþykkir að fela Æskulýðs- og tómstundafulltrúa að skoða möguleika á því að fella félags- og tómstundastarf eldri borgara, Geymslunnar, efsta stigs Grunnskóla og fleiri, undir einn hatt og kanna möguleika á húsnæði sem hýst gæti starfsemina. Ennfremur samþykkir nefndin að hefja viðræður nú þegar við þá aðila sem að málinu koma, s.s. RKÍ og Félag eldri borgara í Skagafirði .”
3. Ræddar á ný umsóknir um styrki vegna æskulýðs- og tómstundamála. Ákveðið að óska eftir nánari upplýsingum frá skátum og björgunarsveit. Ákvörðunum frestað.
4. Lagt fram bréf aðalstjórnar UMF Tindastóls, dags. 6. apríl 2004, varðandi umsjón og rekstur íþróttavallanna á Sauðárkróki. Fram kemur að það er vilji stjórnarinnar að fyrirkomulag verði með sama hætti og fyrir tveimur árum, þ.e. áður en framkvæmdir hófust á íþróttaleikvanginum. Formaður greinir jafnframt frá fundi með formanni UMFT og fulltrúum skíða- og knattspyrnudeilda sem haldinn var 1. apríl s.l. Lögð fram drög að þjónustusamningi milli sveitarfélagsins og Golfklúbbs Sauðárkróks varðandi slátt og vélavinnu á íþróttaleikvanginum. Félags- og tómstundanefnd felur starfsmönnum í samráði við sveitarstjóra að ganga frá samningi við Golfklúbb Sauðárkróks á þeim nótum sem fyrir liggja og vísar málinu til byggðarráðs. Umræðum um rekstur og umsjón íþróttavallanna verður haldið áfram á næsta fundi eftir viku.
5. Önnur mál engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl: 18.20