Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 41 – 09.06.2004
Fundur 41 – 09.06.2004
Ár 2004, miðvikudaginn 9. júní kl. 14.30, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir,
Af hálfu starfsmanna:
dagskrá:
Íþróttamál
- Tekið fyrir að nýju mál frá síðasta fundi nefndarinnar en þá var ákveðið að veita 250.000 kr. til vallarframkvæmda við völl Skotfélagsins, tekið af liðnum “Íþróttavellir utan Sauðárkróks”. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 3.6. s.l. að vísa málinu aftur til Félags- og tómstundanefndar til frekari umfjöllunar.
- Fundur með Erlendi Kristjánssyni, deildarstjóra Íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins.
afgreiðslur:
- Málið rætt að nýju og farið yfir forsendur fyrri afgreiðslu. Nefndin telur rétt, á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga og með hliðsjón af samningum sveitarfélagsins og Landsmótsnefndar, að veita umræddan styrk til framkvæmda á skotvellinum. Þessi styrkur rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar. Nefndin telur þó að athuguðu máli unnt að lækka styrkinn í 200.000.
- Fulltrúi menntamálaráðuneytisins og nefndin skiptust á upplýsingum og skoðunum.
Fundi slitið kl 16:30
Fleira ekki gert, upplesið og staðfest rétt bókað.