Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

44. fundur 16. ágúst 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 44 –  16.08.2004
 
Ár 2004, mánudaginn 16. ágúst kl. 13.00, er boðað til fundar í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir. Auk þeirra af hálfu starfsmanna Gunnar M. Sandholt, María Björk Ingvadóttir undir dagskrárliðum 1 – 2, Rúnar Vífilsson undir dagskrárliðum 4 – 7 og Árdís Freyja Antonsdóttir dagskrárlið 8.
 
 
dagskrá:
 
Æskulýðs og tómstundamál
1.      Lögð fram greinargerð og tillögur starfshóps um “Hús frítímans”
2.      Vinnuskólinn, - grein gerð fyrir starfseminni í sumar
 
Íþróttamál
3.      Lögð fram tillaga um skipan starfshóps til að gera tillögur um framtíð  sundlaugar á Sauðárkróki
4.      Lögð fram tillaga um skipan starfshóps til að gera tillögur varðandi markaðssetningu og nýtingu íþróttasvæðanna í Skagafirði.
5.      Tækjavæðing íþróttavallanna í Skagafirði
6.      Lagt fram erindi varðandi íþróttasalinn á Freyjugötu
7.      Lagt fram bréf UMF Tindastóls vegna reksturs íþróttahússins á Sauðárkróki
 
Félagsmál
8.      Trúnaðarmál
 
Önnur mál


afgreiðslur:
 
1.      Lögð fram greinargerð og tillaga frá starfshópi sem skipaður var til að gera tillögur um “Hús frítímans”. Nefndin samþykkir að vísa málinu til Byggðarráðs.
2.      Æskulýðs- og tómstundafulltrúi gerir stuttlega grein fyrir starfsemi Vinnuskólans og starfslokum.
3.      Málið kynnt.
4.      Málið kynnt.
5.      Lögð fram og kynnt greinargerð fræðslu- og íþróttafulltrúa varðandi viðhald og tækjabúnað til viðhalds íþróttavallanna í Skagafirði, dags. 13.8.04. Einnig lögð fram skýrslan “Knattspyrnuvellir – umhirða grassvæða” (Brynjar Sæmundsson).
6.      Félags- og tómstundanefnd samþykkir tillögu fræðslu- og íþróttafulltrúa um að íþróttasalurinn við Freyjugötuskóla verði skilgreindur sem skólahúsnæði og skólastjóri fari alfarið með umsjón og útleigu salarins.
7.      Formanni falið að ræða við fulltrúa UMFT fyrir næsta fund.
8.      Samþykkt beiðni um fjárhagsaðstoð í einu máli, synjað beiðni um fjárhagsaðstoð í öðru.
9.      Önnur mál: a) lagt fram til kynningar bréf frá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra, dags. 10. ágúst 2004.
 
Fleira ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 14.20