Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 45 – 31.08.2004
Fundur 45 – 31.08.2004
Ár 2004, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 16.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir:
dagskrá:
Íþróttamál
1. Lögð fram að nýju tillaga um skipan starfshóps til að gera tillögur um framtíð sundlaugar á Sauðárkróki.
2. Lögð fram að nýju tillaga um skipan starfshóps til að gera tillögur varðandi markaðssetningu og nýtingu íþróttasvæðanna í Skagafirði.
3. Tækjavæðing íþróttavallanna í Skagafirði.
4. Rekstur íþróttahússins á Sauðárkróki.
Æskulýðs og tómstundamál
5. Lögð fram að nýju greinargerð og tillögur starfshóps um “Hús frítímans” ásamt bókun byggðarráðs um sama mál
Félagsmál
6. Trúnaðarmál
7. Húsnæðismál
Önnur mál
afgreiðslur:
1. Samþykkt að skipa starfshóp til að koma með framtíðartillögur um uppbyggingu sundlaugar á Sauðárkróki og umhverfis hennar. Hlutverk starfshópsins er að gera kostnaðargreiningu valkosta, tillögur er varða tæknilega útfærslu, staðsetningu og umhverfi og önnur atriði, sem nefndin telur nauðsynlegt að hafa í huga vegna viðfangsefnisins. Samþykkt að leita eftir tilnefningu frá umhverfis- og tæknisviði og fjölskyldu- og þjónustusviði sveitarfélagsins, sunddeild UMFT, hollvinum sundlaugarinnar og starfsmönnum sundlaugarinnar, auk fulltrúa félags- og tómstundanefndar, alls 7 fulltrúar.
2. Samþykkt að skipa starfshóp til að fjalla um markaðssetningu og nýtingu íþróttasvæðanna á Sauðárkróki. Nefndina skipi m.a. fulltrúar ferðamála- og atvinnulífs í Skagafirði. Endanlegar tillögur um skipan og erindisbréf verði lagðar fram á næsta fundi.
3. Lagt fram minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa um nauðsynlegan tækjakost til viðhalds á íþróttavöllum í sveitarfélaginu. Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
4. Formaður greindi frá viðræðum við stjórnarmenn í UMFT varðandi rekstur íþróttahússins á Sauðárkróki. Málið rætt og starfsmönnum falið að gera minnisblað um samanburð á þeim kostum sem í stöðunni eru. Málið verði rætt frekar á næsta fundi.
5. Æskulýðs- og tómstundafulltrúi greinir frá viðræðum sem fram hafa farið varðandi leigusamning fyrir húsnæði undir verkefnið. Nefndin felur starfsmönnum að halda áfram þeim viðræðum. Jafnframt að undirbúa umsóknir um styrki til verkefnisins til ýmissa sjóða.
6. Ítrekuð synjun á umsókn um fjárhagsaðstoð í einu máli frá síðasta fundi. Frestað tveimur umsóknum um fjárhagstoð til einstæðra foreldra sem eru í framhaldsskólanámi. Félagsmálastjóra falið að undirbúa umræðu um breytingu á reglum um fjárhagsaðstoð með hliðsjón af því hvort veita eigi slíka aðstoð.
7. Samþykktar eftirtaldar úthlutanir á félagslegum leiguíbúðum, sjá innritunarbók:
Grenihlíð 12, 4 herbergi
Grenihlíð 30, 2 herbergi
Grenihlíð 32, 2 herbergi
Skógargata 2, 4 herbergi
Víðimýri 8, 4 herbergi
Kvistahlíð 19, 3 herbergi
Laugatún 11, 5 herbergi
Austurgata 22 í Hofsósi
8. Önnur mál:
a) Íþróttafulltrúi upplýsir um auglýsingar á lausum íþróttatímum.
b) Nefndin beinir því til byggðarráðs að taka fjárstyrk til skíðasvæðisins með í beiðnum sveitarfélagsins til fjárveitingarnefndar Alþingis.
c) Grein gerð fyrir áformum félagsmiðstöðvarinnar Friðar um félagsstarf í Varmahlíð og á Hofsósi.
d) Lagt fram bréf dags. 23. ágúst 2004 frá landsnefnd “Evrópuárs menntunar með iðkun íþrótta” þar sem samþykktur er 800 þúsund kr. styrkur sem félagsmiðstöðin sótti um ásamt fleirum. Nefndin felur æskulýðs- og tómstundafulltrúa að gera tillögur um nánari útfærslu verkefnisins og nýtingu fjárins undir formerkjum hugmyndarinnar um eina félagsmiðstöð fyrir allan Skagafjörð.
e) Lagt fram bréf áfengisráðgjafa SÁÁ á Akureyri, dags. 23. júlí 2004 um samvinnu milli SÁÁ og Fjölskylduþjónustunnar. Nefndin samþykkir að halda þessu samstarfi áfram og greiða ferðakostnað vegna ráðgjafans, sem rúmast á gjaldalið “félagsmál óskipt”.
Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 18:55