Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

50. fundur 16. nóvember 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 50 –  16.11.2004

Ár 2004, þriðjudaginn 26. október kl. 16.00, verður haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: María Björk Ingvadóttir, Rúnar Vífilsson, Árdís Antonsdóttir og Gunnar M. Sandholt, sem skrifaði fundargerð.
 
DAGSKRÁ:
1. Geymslan – húsnæðismál, staðsetning í Bifröst
2. Íþróttahúsið Sauðárkróki
- búnaður til menningar- og fundarstarfsemi
- gjaldskrá
3. Sundlaug Sauðárkróks
- gjaldskrá
4. Sparkvöllur á Hofsósi
5. Fjárhagsáætlun íþróttamála – kynning
6. Aðrar gjaldskrár
- Heimaþjónusta
- Ferðaþjónusta fatlaðra
- Niðurgreiðsla dagvistunar á einkaheimilum
- Upphæðir fjárhagsaðstoðar
7. Trúnaðarmál
8. Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1. Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri, og María Björk Ingvadóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, gera grein fyrir viðræðum um staðsetningu Geymslunnar í félagsheimilinu Bifröst. Nefndin óskar eftir að eiga fund með hússtjórn Bifrastar sem fyrst. MBI vék af fundi.
2. Guðmundur Jensson og Rúnar Vífilsson gerðu grein fyrir gjaldskrá Sundlaugarinnar. Ákvörðun vísað til afgreiðslu fjáráætlunar.  GJ vék af fundi
3. Pálmi Sighvatz greindi frá þörf fyrir aukið geymslurými og endurnýjun búnaðar sem tengist ýmis konar menningar- og skemmtistarfsemi sem fer fram í húsinu. Nefndin felur íþrótta- og fræðslufulltrúa að vinna áfram í málinu. 
Yfirfarin gjaldskrá. Ákvörðun vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
4. Lögð fram samningsdrög við KSÍ um sparkvöll á Hofsósi. Nefndin hefur áður samþykkt samningsdrögin fyrir sitt leiti. Byggðarráð samþykkti 6.7.04 að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar. Nefndin vísar til fyrri afstöðu í málinu og óskar eftir að málið verði afgreitt við gerð framkvæmdaáætlunar (fjárhagsáætlunar) sveitarfélagsins.
5. Nefndin fór yfir drög að fjárhagsáætlun íþróttamála 2005.
6. Gjaldskrárnar yfirfarnar.  Ákvörðun vísað til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
7. Samþykkt aðstoð í þremur málum, en einu erindi vísað til afgreiðslu félasmálastjóra.
8. Önnur mál
a) Samningsdrög við skíðadeild  rædd á ný, sbr. fundargerð síðasta fundar. Framkomnar breytingatillögur hlutu hvorki náð fyrir augum byggðarráðs né UMFT. Ákveðið að funda frekar með skíðadeildarfólki.
 
Fundi slitið kl. 18.40