Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

51. fundur 23. nóvember 2004
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 51 –  23.11.2004
 
Ár 2004, þriðjudaginn 23. nóvember kl. 16.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
 
Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Harpa Kristinsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Elsa Jónsdóttir, María Björk Ingvadóttir og Gunnar M. Sandholt, sem ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
  1. Viðbótarlán vegna húsnæðismála
  2. Fjárhagsáætlun félagsmála, æskulýðs- og tómstundamála
 
Afgreiðslur:
1.      Kynntar fimm umsóknir. Fjórar umsóknir staðfestar en afgreiðslu einnar umsóknar frestað meðan aflað er frekari upplýsinga. Elsa Jónsdóttir vék af fundi.
 
2.      Gunnar Sandholt og María Björk Ingvadóttur kynntu drög að fjárhagsáætlun. Ákvörðun frestað.


Fundi slitið kl. 18.00