Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Ár 2005, þriðjudaginn 15. febrúar kl. 16.00, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd í Ráðhúsi Skagafjarðar.
Mættir:
Dagskrá:
- Trúnaðarmál
- 3gja ára áætlun
- Sundlaug Sauðárkróks – skýrsla starfshóps
- Drög að starfsreglum um úthlutun styrkja til íþróttamála
- Drög að samkomulagi við Flugu um tíma í Reiðhöllinni
- Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Fjögur mál lögð fyrir og samþykkt.
2. Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Félags og tómstundanefnd samþykkir að beina því til Sveitarstjórnar Skagafjarðar að í þriggja ára áætlun verði sett fjármagn til þess að standa straum af kostnaði við hönnun endurbyggingar sundlaugarinnar á Sauðárkróki.”
Greinargerð:
Nú liggur fyrir skýrsla starfshóps um uppbyggingu sundlaugarinnar á Sauðárkróki. Í henni koma fram ýmsar hugmyndir sem nefndin telur vert að skoða og telur nauðsynlegt að gert sé nú þegar ráð fyrir fjármunum til hönnunarvinnu.
- Samþykkt samhljóða.
3. Skýrsla starfshóps kynnt. Nefndin þakkar starfshópnum fyrir vel unnin störf og óskar að hitta hópinn að máli.
4. Kynnt drög að vinnureglum um úthlutun styrkja til íþróttamála.
5. Lögð fram drög að samkomulagi við Flugu um tíma í Reiðhöllinni til kynningar.
6. a. Umsókn frá 3. flokk kvenna um styrk. Afgreiðslu frestað
Fleira ekki gert og fundi slitið kl.18.18.