Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 60 – 26.04.2005
Fundur 60 – 26.04.2005
Ár 2005, þriðjudaginn 26. apríl var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hefst hann kl. 15:30 í Ráðhúsinu.
Mættir:
Dagskrá:
- Trúnaðarmál
- Húsnæðismál
- Ráðning vallarstjóra sumarið 2005 á Sauðárkróki
- Styrkir til íþróttamála
- Rekstrarstyrkir íþróttavalla
- Bréf Þorkels Þorsteinssonar varðandi akstursíþróttir
- Bréf frá Löngumýri vegna hvíldardvalar krabbameinssjúklinga
- Úttekt á tómstundastarfi barna (1. – 7. bekkur)
- Lagt fram að nýju bréf GSS vegna samstarfs við Vinnuskólann
- Önnur mál
Afgreiðslur:
- Samþykkt beiðni í einu máli, sjá trúnaðarbók.
- Samþykktar úthlutanir félagslegra leiguíbúða: 4 herb. að Víðimýri 6,
3 herbergi að Grenihlíð 26, 5 herb. að Laugatúni 9, 3 herb. að Grenihlíð 30 og
3 herb. að Víðimýri 10, sjá innritunarbók
- Sviðsstjóri og fræðslu- og íþróttafulltrúi kynna fyrirkomulag rekstrar á og umsjónar með íþróttasvæðinu í sumar. Einn starfsmanna íþróttahússins hefur verið ráðinn vallarstjóri sumarið 2005.
- Formaður UMSS kynnir tillögu um úthlutun íþróttastyrkja sem unnin hefur verið í samráði við fræðslu- og íþróttafulltrúa. Tillögurnar taka mið af regludrögum sem rædd voru í nefndinni á fundi 15.2. s.l. Nefndin lítur svo á að regludrögin gildi sem tilraun á þessu ári og stefnt verði að því að endanleg samþykkt þeirra taki mið af reynslunni nú. Nefndin leggur þess vegna áherslu á að íþróttafélögin standi skil á upplýsingum til UMSS í samræmi við regludrögin. Eftirfarandi styrkir voru samþykktir:
Ungmennafélagið Tindastóll | 5.920.000 |
Ungmennafélagið Neisti | 600.000 |
Ungmennafélagið Smári | 600.000 |
Ungmennafélagið Hjalti | 100.000 |
Gróska íþróttafélag fatlaðra | 100.000 |
Hestamannafélagið Léttfeti | 200.000 |
Hestamannafélagið Stígandi | 200.000 |
Hestamannafélagið Svaði | 170.000 |
Ungmennasamb. Skagafjarðar | 1.000.000 |
Skákfélag Sauðárkróks | 60.000 |
Samtals | 8.950.000 |
Ýmsir styrkir og framlög:
Húsaleigustyrkur Tindastóls | 300.000 |
Afnotastyrkir - húsaleiga íþróttamannvirkja | 13.592.000 |
Greiðsla skuldabréfs Tindastóls | 1.900.000 |
Samningur við Flugu hf | 2.100.000 |
Samtals | 17.892.000 |
5. Samþykktir eftirtaldir rekstrar- og framkvæmdastyrkir til íþróttavalla:
Íþróttavellir Hofsósi | 800.000 |
Íþróttavöllur Vindheimamelum | 3.000.000 |
Golfklúbbur Sauðárkróks | 3.000.000 |
Íþróttavellir Varmahlíð og Steinsstöðum, rekstur | 500.000 |
Íþróttavöllur Varmahlíð, framkvæmdastyrkur | 300.000 |
Íþróttavöllur Hólum, rekstur og framkv. | 250.000 |
Íþróttasvæði Ósmanns | 200.000 |
Íþróttasvæði Léttfeta | 600.000 |
Íþróttasvæði Svaða | 100.000 |
Samtals | 8.750.000 |
- Bréf Þorkels Þorsteinssonar til sýslumannsins á Sauðárkróki, dags. 22. mars 2005, lagt fram til kynningar. Nefndin óskar eftir að svar sýslumanns verði kynnt nefndinni.
- Lagt fram til kynningar.
- Kynnt drög að erindisbréfi.
- Kynnt minnisblað æskulýðs- og tómstundafulltrúa varðandi málið, dags. 24.4.2005. Nefndin er sammála því fyrirkomulagi sem lýst er í minnisblaðinu.
- Önnur mál:
a) Kynnt gjöf Trausta Jóels Helgasonar, - ljósmyndir af Íþróttasvæðinu á Sauðárkróki, fyrir og eftir breytingar, teknar 2002 og 2004. Félags- og tómstundanefnd þakkar þessa skemmtilegu gjöf og telur best fara á því að myndunum verði fundinn staður í vallarhúsinu.
b) Kynnt tölvubréf Snjóflóðaseturs Veðurstofunnar, dags. 26. 4. 2005 varðandi áhættumat á skíðasvæðum.
c) Samþykkt styrkbeiðni Helgu Einarsdóttur, unglingalandsliðskonu í körfuknattleik, vegna þátttöku í landsliðsferð, dags. 7.4.2005.
d) Lagt fram bréf frá jafnréttisnefnd Akureyrarbæjar um landsfund jafnréttisnefnda 6. – 7. maí 2005.
e) Formaður greindi frá fundi fulltrúa RKÍ, FNV og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um Geymsluna, sbr. tillögur stýrihóps. Tillagna frá aðilum er að vænta á næstu dögum.
Fundi slitið kl. 18:00