Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

61. fundur 03. maí 2005
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 61 –  03.05.2005
 
            Ár 2005, þriðjudaginn 3. maí var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:30 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Ásdís Guðmundsdóttir, Elinborg Hilmarsdóttir og Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, sem skrifaði fundargerð og María Björk Ingvadóttir.
 
Dagskrá:
  1. Könnun á  þátttöku í tómstundastarfi, vímuefnaneyslu o.fl. meðal 13 – 16 ára ungmenna í Skagafirði
  2. Styrkir til tómstundamála
  3. Úttekt á tómstundastarfi barna (1. – 7. bekkur)
  4. Lagt fram að nýju bréf frá Löngumýri vegna hvíldardvalar krabbameinssjúklinga
  5. Húsnæðismál
  6. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
1.      María B. Ingvadóttir kynnti helstu niðurstöður könnunar sem gerð var meðal nemenda í 8. – 10. bekk allra grunnskóla í Skagafirði. Í niðurstöðum koma fram margvíslegar upplýsingar um viðhorf og virkni unglinga í byggðarlaginu, sem nýtast munu í æskulýðsstarfi og uppeldi. Nefndin óskar eftir að niðurstöður verði kynntar ítarlega. Stefnt er að opnum kynningarfundi/-um nú í maí og helstu niðurstöður verða kynntar á heimasíðu sveitarfélasins.
 
2.      a)  Ræddur styrkur til skátafélagsins Eilífsbúa.
      Félags- og tómstundanefnd hefur áhuga að ræða við forsvarsmenn félagsins um nánara samstarf og óskar eftir fundi með þeim.
      b)  Styrkir til félagsstarfs eldri borgara

Félag eldri borgara í Skagafirði
kr
300.000
Félag eldri borgara Hofsósi
kr
90.000
      c)  Aðrir styrkir:
      Umsókn um styrk til fræðslu- og menningarstarfs fyrir öryrkja og heimavinnandi fólk. Greiðist af liðnum félagsmál óskipt.

RKÍ Skagafjarðardeild
kr
100.000
      d) Afreksstyrkur vegna þátttöku Helgu Einarsdóttur knattspyrnumanns í landsliðsferð erlendis, 30.000 kr.
 
3.      Samþykkt tillaga að erindisbréfi. Starfsmönnum falið að fylgja málinu eftir.
 
4.      Beiðni um fjárstuðning synjað.
 
5.      Úhlutað íbúðum í Grenihlíð 32, 3 herb. og Víðigrund 24, 4 herb., sjá innritunarbók.
 
6.      Engin


Fleira ekki gert, upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl 17:35.