Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 63 – 07.06.2005
Fundur 63 – 07.06.2005
Ár 2005, þriðjudaginn 7. júní var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mættir:
Dagskrá:
- Stefna Byggðasamlags um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra í búsetumálum 2005 – 2012
- Styrkbeiðni frá Grósku – íþróttafélagi fatlaðra
- Önnur mál
Afgreiðslur:
- Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri SFNV, gerði grein fyrir stefnumótun byggðasamlagsins í búsetumálum, sem samþykkt var á 12. árs- þingi SSNV 27. - 28. ágúst 2004.
Félags- og tómstundanefnd staðfestir fyrir sitt leyti stefnumörkunina og þá framtíðarsýn sem í henni felst og felur starfsmönnum að vinna áfram á þeim grundvelli.
- Lögð fram styrkbeiðni frá Grósku – íþróttafélagi fatlaðra, dags. 7.6.2005, til félagsstarfs og vegna Evrópumóts í Portúgal.
Samþykktur 250.000 kr. styrkur til Grósku.
- Önnur mál
a) Lögð fram bókun atvinnu- og ferðamálanefndar, dags. 3. júní s.l. þar sem leitað er eftir samstarfi við nefndina varðandi undirbúning tjaldstæðis á Sauðárkróki í tengslum við íþróttamót og aðra viðburði.
Með hliðsjón af tjaldstæðaþörf á Sauðárkróki í tengslum við stóra íþróttaviðburði, einkum Króksmótið, fellst nefndin á að veita 100.000 kr. til verksins af gjaldaliðum íþróttamála.
b) Lagt fram bréf Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar, dags. 7. júní 2005, þar sem sótt er um styrk vegna aksturskeppni fyrir vélhjól. Nefndin er jákvæð gagnvart erindinu, en telur að ítarlegri fjárhagsáætlun þurfi að liggja fyrir áður en unnt er að afgreiða málið. Formanni og sviðsstjóra er falið að afgreiða erindið í ljósi umræðna, þegar fjárhagsáætlun liggur fyrir.
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30