Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 69 – 18.10.2005
Fundur 69 – 18.10.2005
Ár 2005, þriðjudaginn 18. október var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mættir:
dagskrá:
- Dagvist aldraðra, - lögð fram greinargerð um starfsemina
- Formaður UMF Tindastóls, Páll Ragnarsson, kemur á fundinn
- Samstarf um forvarnir í Skagafirði
- Yfirlit um fjárhagsaðstoð 2002 – 2004
- Jafnréttismál. Kvennafrídagur 24. október 2005
- Trúnaðarmál
- Önnur mál
Afgreiðslur:
- Elísabet Pálmadóttir, forstöðumaður Dagvistar aldraðra fór yfir greinargerð um eftirfylgd starfsáætlunar. Félagsmálastjóri fór yfir drög að samstarfssamningi við Heilbrigðisstofnunina. Nefndin felur forstöðumanni og félagsmálastjóra að ganga frá samningi við HS í ljósi umræðna sem fram fóru á fundinum
- Formaður Tindastóls kom á fundinn, og reifaði ýmis mál er snerta samstarf sveitarfélagsins og ungmennafélagsins, afnot af íþróttamannvirkjum og framtíðarskipulag.
- Lagt fram minnisblað frá skólameistara FNV. Í bígerð er samstarf um forvarnarstarf með aldurinn 16 – 20 ára í huga. Hugmyndin er að byggja samstarfið upp kringum einstök verkefni og opna verkefni fyrir ungmennum sem ekki eru í skólanum. Nefndin felur starfsmönnum að vinna áfram að samningi um verkefnið á þeim nótum sem FNV hefur kynnt.
Einnig heimilar nefndin að fjárveiting til forvarna verði nýtt að hluta fram til áramóta til að unnt sé að halda úti opnu húsi/og vöktum í forvarnaskyni á föstudags- og laugardagskvöldum í samvinnu við Rauða krossinn. - Félagsmálastjóri lagði fram yfirlit um fjárhagsaðstoð 2002 – 2004. Nefndin óskar eftir að skýrslan verði lögð inn á heimasíðuna.
- Kynnt dreifibréf varðandi kvennafrídag 24. október 2005.
Eftirtalin bókun var samþykkt samhljóða: “Félags- og tómstundanefnd sem einnig er jafnréttisnefnd sveitarfélagsins beinir þeim tilmælum til forstöðumanna sveitarfélagsins og annarra atvinnurekenda í Skagafirði að þeir gefi konum á vinnustöðum sínum kost á að leggja niður störf kl. 14:08 þann 24. október 2005 í tilefni kvennafrídagsins. Launamunur kynjanna er enn við lýði og mikilvægt að vekja athygli á því með því að sýna samstöðu á þessum degi.” - Trúnaðarmál. Kynntar afgreiðslur félagsmálastjóra.
- Önnur mál engin
Fleira ekki gert, upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl 17:35