Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 72 – 28.11.2005
Fundur 72 – 28.11.2005
Ár 2005, mánudaginn 28. nóvember var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:30 í Ráðhúsinu.
Mættar:
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 2006
Afgreiðslur:
- Lagðar fram að nýju tillögur forstöðumanna um rekstur á næsta ári.
Æskulýðsmál: Nefndin leggur áherslu á að þjónusta Félagsmiðstöðvar og Vinnuskóla verði ekki skert á næsta ári. Starfsmönnum falið að reikna upp áætlun miðað við að Skólagarðar verði ekki reknir á næsta ári, 750 þús. Einnig að styrkir til æskulýðsmála verði lækkaðir um 500 þús. miðað við framlagðar tillögur, samtals lækkun um 1.250 þúsund. Vakin er athygli á því að fastur launakostnaður virðist hafa verið vanreiknaður í þeim forsendum sem lágu til grundvallar rammanum. Að öðru leyti vísar nefndin áætluninni til Byggðarráðs. Þórdís Friðbjörnsdóttir óskaði bókað að hún sæti hjá við þessa afgreiðslu.
Íþróttamál: Íþróttahús Sauðárkróks verður að mestu lokað n.k. sumar, gjaldskrá sundlauga verður endurskoðuð og hækkuð, leigutekjur vegna íþróttahúss auknar. Liðurinn aðrir íþróttavellir verður lækkaður um 600 þús. Samtals lækkun um 1.500 þús. frá fyrirliggjandi áætlun. Með þessum aðgerðum leitast nefndin við að reka íþróttamálin sem næst úthlutuðum ramma. Áætluninni vísað til byggðarráðs.
Félagsmál: Nefndin ákveður að lækka fjárveitingu til félagslegrar liðveislu um 440 þús. frá tillögu sviðsstjóra, með því virðist unnt að veita óbreytta þjónustu miðað við yfirstandandi ár. Á hinn bóginn er óhjákvæmilegt að sækja um aukningu rammans um 2.232 þús. . Er þá gert ráð fyrir óbreyttri þjónustu í heimaþjónustu, en aukningu vegna aksturs fyrir dagvist aldraðra. Að öðru leyti er áætluninni vísað til Byggðarráðs.
Í fyrirliggjandi fjárhagsramma hefur ekki enn verið gert ráð fyrir auknu rekstrarfjármagni fyrir þjónustubíl fatlaðra. Nefndin fer fram á við byggðarráð að nægt fjármagn verði tryggt á nýju fjárhagsári svo unnt sé að endurnýja þjónustubíl fatlaðra. Sviðsstjóra falið að leggja fram tillögur þar að lútandi til ráðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 17:15