Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 73 – 19.12.2005
Fundur 73 – 19.12.2005
Ár 2005, mánudaginn 19. desember var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:15 í Ráðhúsinu.
Mættar:
Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt.
Dagskrá:
- Fjárhagsáætlun 2006, síðari umræða
- Gjaldskrár
a) Heimaþjónustu
b) Sundlauga - Trúnaðarmál
- Önnur mál
a) Samningar við Skíðadeild UMFT og Suðurleiðir í tengslum við verkefnið “Nálgumst í íþróttum”
Afgreiðslur:
- Lagðar fram tillögur til byggðarráðs að fjárhagsáætlun 2006.
Fyrirliggjandi tillögur gera ráð fyrir að rammi félagsmála verði kr. 75.300.000, eða 2.1 milljón lægri en nefndin taldi við fyrri umræðu til þurfa. Nefndin vekur athygli byggðarráðs á að ekki verður unnt að reka félagsþjónustuna innan þessa ramma nema dregið verði úr þjónustu.
Rammi íþrótta- og æskulýðsmála er kr. 181.085.000, sem er lækkun um 835 þúsund kr. frá fyrri umfjöllun nefndarinnar. Nefndin telur svigrúm lítið til frekari hagræðingar en nefndin var þegar búin að gera í tillögum sínum.
Lagt fram bréf GSS, dags. 14. nóvember 2005, þar sem farið er fram á hækkum á samningsbundnum styrk á næsta ári. Nefndin mun taka afstöðu til erindisins þegar fyrir liggur hver endanlegur fjárhagsrammi íþróttamála verður. Ákveðið að boða forsvarsmenn til fundar eftir áramót. - a) Samþykkt að halda viðmiðunarlaunaflokki gjaldskrár fyrir heimaþjónustu óbreyttum þannig að gjald fyrir hverja klukkustund verði 1.205 kr frá 1.1.2006 og 1.223 kr. frá 1.6.2006. Gjaldið nú er 1.107 kr. Að öðru leyti verður gjaldskráin óbreytt.
b) Samþykkt tillaga forstöðumanna og íþrótta- og fræðslufulltrúa að samræmdri gjaldskrá fyrir sundlaugar. Tillagan felur í sér óbreytt verð á 30 miða kortum, 10#PR hækkun á 10 miða kortum en meiri hækkun á stökum miðum. Verð fyrir börn helst óbreytt.
Gjaldskrárbreytingum vísað til Byggðarráðs. - Samþykktar þrjár beiðnir um fjárhagsaðstoð í þremur málum, sjá trúnaðarbók.
- Önnur mál
a) Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög að samningum og vísar málinu til afgreiðslu aðalstjórnar UMFT.
b) Lögð fram til kynningar vímuvarnaáætlun Friðar og Árskóla.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15:50