Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 74 – 17.01.2006
Fundur 74 – 17.01.2006
Ár 2006, þriðjudaginn 17. janúar var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:30 í Ráðhúsinu.
Mættir:
dagskrá:
- Trúnaðarmál
- Styrkir til íþróttamála
- Leigusamningur við Ljósheima vegna félagsstarfs aldraðra
- Önnur mál
- Trúnaðarmál
Samþykktar fimm beiðnir í þremur málum. Einu erindi var synjað.
- Áheyrnarfulltrúarnir Haraldur Jóhannsson, UMSS, og Magnús Svavarsson, UMFT, mættu á fundinn. Farið var yfir reglur um úthlutun styrkja og rætt um form umsókna. Ákveðið að fljótlega verði lagt fram umsóknarform byggt á úthlutnarreglum fyrra árs.
- Leigusamningur við Ljósheima vegna félagsstarfs aldraðra lagður fram og samþykkt að framlengja óbreyttum samningi, en hækka leiguupphæð um 40.000 kr. í 840.000 kr. fyrir árið 2006.
- Önnur mál
a) Jafnréttisráðstefna verður í Reykjavík 17. febrúar n.k. Ákveðið að taka jafnréttismálin fyrir á næsta fundi.
b) Farið yfir ýmis verkefni sem bíða umfjöllunar, m.a. endurnýjun þjónustubíls, heimsóknir í Félagsmiðstöðina Frið og Dagvist aldraðra.
Fleira ekki gjört, upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 16:51