Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

74. fundur 17. janúar 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 74 –  17.01.2006

 
            Ár 2006, þriðjudaginn 17. janúar var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:30 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Harpa Kristinsdóttir, varaformaður, sem stýrði fundi, Sólveig Jónasdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna Gunnar M. Sandholt, sem ritaði fundargerð, Soffía Jónsdóttir, félagsráðgjafarnemi, Aðalbjörg Hallmundsdóttir og Rúnar Vífilsson. Áheyrnarfulltrúar íþróttahreyfingarinnar tóku þátt í fundinum undir dagskrárlið 2.
 
dagskrá:
  1. Trúnaðarmál
  2. Styrkir til íþróttamála 
  3. Leigusamningur við Ljósheima vegna félagsstarfs aldraðra
  4. Önnur mál

Afgreiðslur:
 
  1. Trúnaðarmál
    Samþykktar fimm beiðnir í þremur málum. Einu erindi var synjað.
 
  1. Áheyrnarfulltrúarnir Haraldur Jóhannsson, UMSS, og Magnús Svavarsson, UMFT, mættu á fundinn. Farið var yfir reglur um úthlutun styrkja og rætt um form umsókna.  Ákveðið að fljótlega verði lagt fram umsóknarform byggt á úthlutnarreglum fyrra árs.
 
  1. Leigusamningur við Ljósheima vegna félagsstarfs aldraðra lagður fram og samþykkt að framlengja óbreyttum samningi, en hækka leiguupphæð um 40.000 kr. í 840.000 kr. fyrir árið 2006.
 
  1. Önnur mál
    a) Jafnréttisráðstefna verður í Reykjavík 17. febrúar n.k. Ákveðið að taka jafnréttismálin fyrir á næsta fundi.
    b) Farið yfir ýmis verkefni sem bíða umfjöllunar, m.a. endurnýjun þjónustubíls, heimsóknir í Félagsmiðstöðina Frið og Dagvist aldraðra.
 
Fleira ekki gjört, upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 16:51