Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

76. fundur 21. febrúar 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 76 –  21.02.2006

 
Ár 2006, þriðjudaginn 21. febrúar var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 16:00 í Ráðhúsinu.
Mættir: Harpa Kristinsdóttir, Katrín María Andrésdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, Soffía Jónsdóttir og María Björk Ingvadóttir. Gunnar M. Sandholt og Harpa Kristinsdóttir rituðu fundargerð.
 
dagskrá: 
  1. Trúnaðarmál.
  2. Starfsmannastefna sveitarfélagsins – lagt fram bréf sveitarstjórnar.
  3. Viðhorfskönnun IMG Gallup meðal íbúa sveitarfélagsins.
  4. Lagt fram bréf áhugamanna á Hólum um gerð sparkvallar þar.
  5. Önnur mál.
 
Afgreiðslur: 
  1. Samþykkt ein beiðni í einu máli, sjá trúnaðarbók
Soffía Jónsdóttir vék af fundi og María Björk Ingvadóttir kom til fundarins.
  1. Sveitarstjórn hefur sent drög að starfsmannastefnu til umsagnar nefnda. Ákveðið að nefndarmenn safni athugasemdum við stefnuna og leggi fram til umræðu á fundi nefndarinnar sem áætlaður er 7. mars n.k.
  2. Afrit af niðurstöðu könnunarinnar er að berast um þessar mundir til nefndarmanna. Ákveðið að taka viðhorfskönnunina fyrir á næsta fundi.
Gunnar Sandholt vék af fundi.
  1. Nefndin þakkar bréf varðandi sparkvallargerð á Hólum og þann áhuga sem verkefninu er sýndur. Félags- og tómstundanefnd bendir á að endanleg ákvörðun um gerð sparkvallar og staðsetningu hans, ef af verður, er annarsvegar í höndum KSÍ og hinsvegar nýrrar sveitarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, eins og áður hefur komið fram í fundargerðum nefndarinnar.
  2. Önnur mál.
a)  Erindi dags. 20 febrúar 2006 frá tveimur nemendum í tómstundafræðum við Kennaraháskóla Íslands, varðandi fyrirhugaða kynningarviku 3. – 8. apríl  n. k. um íþrótta- og tómstundastarf barna á aldrinum 0 – 10 ára. Nefndin fagnar frumkvæði bréfritara og samþykkir að veita 100.000 kr. til verkefnisins sem teknar verða af styrkjum til íþrótta- og æskulýðsmála, þar af allt að kr. 60.000,-. vegna greiðslu á húsaleigu í íþróttahúsinu.
b)  Ákveðið að halda vinnufund þann 28. febrúar næstkomandi þar sem unnið verði að endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
c)  Bréf dags. 13. febrúar 2006 frá Menntamálaráðuneytinu þar sem frumvarp til æskulýðslaga er sent til umsagnar. Ákveðið að óska eftir athugasemdum frá fræðslu- og íþróttafulltrúa og æskulýðs- og tómstundafulltrúa vegna málsins.
 
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:30