Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 76 – 21.02.2006
Ár 2006, þriðjudaginn 21. febrúar var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 16:00 í Ráðhúsinu.
Mættir: Harpa Kristinsdóttir, Katrín María Andrésdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, Soffía Jónsdóttir og María Björk Ingvadóttir. Gunnar M. Sandholt og Harpa Kristinsdóttir rituðu fundargerð.
dagskrá:
Afgreiðslur:
b) Ákveðið að halda vinnufund þann 28. febrúar næstkomandi þar sem unnið verði að endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
c) Bréf dags. 13. febrúar 2006 frá Menntamálaráðuneytinu þar sem frumvarp til æskulýðslaga er sent til umsagnar. Ákveðið að óska eftir athugasemdum frá fræðslu- og íþróttafulltrúa og æskulýðs- og tómstundafulltrúa vegna málsins.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:30
Fundur 76 – 21.02.2006
Ár 2006, þriðjudaginn 21. febrúar var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 16:00 í Ráðhúsinu.
Mættir: Harpa Kristinsdóttir, Katrín María Andrésdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, Soffía Jónsdóttir og María Björk Ingvadóttir. Gunnar M. Sandholt og Harpa Kristinsdóttir rituðu fundargerð.
dagskrá:
- Trúnaðarmál.
- Starfsmannastefna sveitarfélagsins – lagt fram bréf sveitarstjórnar.
- Viðhorfskönnun IMG Gallup meðal íbúa sveitarfélagsins.
- Lagt fram bréf áhugamanna á Hólum um gerð sparkvallar þar.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Samþykkt ein beiðni í einu máli, sjá trúnaðarbók
- Sveitarstjórn hefur sent drög að starfsmannastefnu til umsagnar nefnda. Ákveðið að nefndarmenn safni athugasemdum við stefnuna og leggi fram til umræðu á fundi nefndarinnar sem áætlaður er 7. mars n.k.
- Afrit af niðurstöðu könnunarinnar er að berast um þessar mundir til nefndarmanna. Ákveðið að taka viðhorfskönnunina fyrir á næsta fundi.
- Nefndin þakkar bréf varðandi sparkvallargerð á Hólum og þann áhuga sem verkefninu er sýndur. Félags- og tómstundanefnd bendir á að endanleg ákvörðun um gerð sparkvallar og staðsetningu hans, ef af verður, er annarsvegar í höndum KSÍ og hinsvegar nýrrar sveitarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs, eins og áður hefur komið fram í fundargerðum nefndarinnar.
- Önnur mál.
b) Ákveðið að halda vinnufund þann 28. febrúar næstkomandi þar sem unnið verði að endurskoðun á jafnréttisáætlun sveitarfélagsins.
c) Bréf dags. 13. febrúar 2006 frá Menntamálaráðuneytinu þar sem frumvarp til æskulýðslaga er sent til umsagnar. Ákveðið að óska eftir athugasemdum frá fræðslu- og íþróttafulltrúa og æskulýðs- og tómstundafulltrúa vegna málsins.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 17:30