Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Ár 2006, þriðjudaginn 7. mars var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:30 í Ráðhúsinu.
Mættir: Harpa Kristinsdóttir, Katrín María Andrésdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, Soffía Jónsdóttir, félagsráðgjafarnemi, María Björk Ingvadóttir og Rúnar Vífilsson.
Gunnar M. Sandholt og Harpa Kristinsdóttir rituðu fundargerð.
dagskrá:
- Trúnaðarmál.
- Umsögn um frumvarp til nýrra æskulýðslaga.
- Fræðsluráðstefna Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, sem haldin verður 23. - 24. mars 2006
- Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar, endurskoðun.
- Starfsmannastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
- Samþykkt eitt erindi í einu máli.
Soffía Jónsdóttir vék af fundi. María Björk og Rúnar komu á fundinn.
- Lögð fram drög formanns að umsögn um frumvarp til æskulýðslaga, 434. mál, lagt fyrir Alþingi á 132. löggjafarþingi 2005-2006. Umsögnin samþykkt með áorðnum breytingum sem fram komu í umræðum. Æskulýðs- og tómstundafulltrúa falið að senda umsögnina til Alþingis.
- Rætt um þátttöku í Fræðsluráðstefnunni af hálfu nefndarmanna, starfsmanna og áheyrnarfulltrúa.
- Áfram unnið að endurskoðun áætlunarinnar. Beðið er eftir umbeðnum athugasemdum frá nefndum, ákveðið að ítreka beiðnina við þær nefndir sem enn hafa ekki sett erindið á dagskrá.
- Frestað
- Engin
Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 15:55.