Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Ár 2006, miðvikudaginn 26. apríl var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 17:00 í Ráðhúsinu.
Mættir: Katrín María Andrésdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Aðalbjörg Hallmundsdóttir undir lið nr. 1 og Gunnar M. Sandholt.
Gunnar M. Sandholt og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir önnuðust ritun fundargerðar.
Dagskrá:
- Trúnaðarmál.
- Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun
- Málefni Vinnuskólans
- Önnur mál
Afgreiðslur:
- Frestað einni umsókn um fjárhagsaðstoð, samþykkt tvö erindi í jafnmörgum málum.
- Farið yfir tillögur félagsmálastjóra. Starfsmönnum falið að vinna drögin áfram í ljósi umræðna og leggja fyrir næsta fund.
- Kynnt starfsfyrirkomulag, skipurit og starfslýsingar forstöðumanns og flokkstjóra, svo og staða mannaráðninga.
- Önnur mál engin
Upplesið, staðfest rétt bókað.
Fundi slitið kl. 19.05.