Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

81. fundur 26. apríl 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 81 –  26.04.2006

 
Ár 2006, miðvikudaginn 26. apríl var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 17:00 í Ráðhúsinu.
Mættir: Katrín María Andrésdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Aðalbjörg Hallmundsdóttir undir lið nr. 1 og Gunnar M. Sandholt.
Gunnar M. Sandholt og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir önnuðust ritun fundargerðar.
 
Dagskrá: 
  1. Trúnaðarmál.
  2. Reglur um fjárhagsaðstoð, endurskoðun
  3. Málefni Vinnuskólans
  4. Önnur mál
 
Afgreiðslur: 
  1. Frestað einni umsókn um fjárhagsaðstoð, samþykkt tvö erindi í jafnmörgum málum.
 
  1. Farið yfir tillögur félagsmálastjóra. Starfsmönnum falið að vinna drögin áfram í ljósi umræðna og leggja fyrir næsta fund.
 
  1. Kynnt starfsfyrirkomulag, skipurit og starfslýsingar forstöðumanns og flokkstjóra, svo og staða mannaráðninga.
 
  1. Önnur mál engin
  
Upplesið, staðfest rétt bókað.
  
Fundi slitið kl. 19.05.