Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 84 – 16.05.2006
Fundur 84 – 16.05.2006
Ár 2006, þriðjudaginn 16. maí var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 16:30 í Ráðhúsinu.
Mættir: Katrín María Andrésdóttir,
Af hálfu starfsmanna:
Gunnar M. Sandholt og Svanhildur Harpa Kristinsdóttir rituðu fundargerð.
Dagskrá:
- Trúnaðarmál
- Reglur um fjárhagsaðstoð
- Jafnréttisáætlun
- Fjárveiting til félagsstarfs eldri borgara
- Reglur um niðurgreiðslu dagvistunar barna á einkaheimilum
- Önnur mál
Afgreiðslur:
- Samþykkt tvö erindi í tveimur málum.
- Samþykktar nýjar reglur um fjárhagsaðstoð með áorðnum breytingum. Reglurnar sendast Byggðarráði og sveitarstjórn til afgreiðslu.
- Samþykkt jafnréttisáætlun með áorðnum breytingum. Jafnréttisáætlun sendist Byggðarráði og Sveitarstjórn til afgreiðslu.
- Samþykkt eftirfarandi skipting á fjárveitingu til félagsstarfs eldri borgara fyrir 2006
a) Félag eldri borgara í Skagafirði 350.000 kr
b) Félagsstarf eldri borgara á Hofsósi 90.000 kr
c) Félagsstarf fyrir eldri borgara að Löngumýri 90.000 kr
- Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
- Önnur mál
a) Samþykkt beiðni Guðmundar Jenssonar, forstöðumanns Sundlaugar Sauðárkróks, dags. 2. maí 2006, um launalaust leyfi í eitt ár frá 1. ágúst n.k. Samþykkt samhljóða.
b) Lögð fram beiðni Knattspyrnuskóla Íslands, dags. 9. maí 2006, um afnot af vallaaðstöðu á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti en ítrekar að haft verði samráð við umsjónarmenn íþróttamannvirkja um framkvæmd.
c) Kynnt erindi Knattspyrnusambands Íslands, dags. 3. maí 2006, þar sem tilkynnt er um að sambandið hafi samþykkt umsókn sveitarfélagsins um sparkvelli. Erindið áframsent til Byggðarráðs.
Fundi slitið kl. 18:00