Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

90. fundur 19. september 2006
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 90 –  19.09.2006
 
            Ár 2006, þriðjudaginn 19. september var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:45 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Katrín María Andrésdóttir.
            Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt og María Björk Ingvadóttir.
            Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.

dagskrá:            
  1. Trúnaðarmál
  2. Skýrslur um úttektir á ástandi leikvalla
  3. Bréf frá ÍSÍ v/aðstöðumál
  4. Önnur mál
 
Afgreiðslur: 
  1. Samþykkt eitt erindi í einu máli.
  2. María Björk Ingvadóttir gerði grein fyrir gjaldaliðum leikvalla og hvernig fjármunum hefur verið varið. Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, mætti á fundinn. Ákveðið að halda umfjöllun áfram á næsta fundi.
  3. Lagt fram bréf frá ÍSÍ  dags. 24. ágúst 2006 varðandi aðgang minnihlutahópa að íþróttastarfi. Með minnihlutahópum er átt við t.d. innflytjendur, samkynhneigða og fatlaða. Spurt er hvort sveitarfélagið hafi virka stefnu eða samþykktir er lúta beint að minnihlutahópum. Engin slík skráð stefna er til varðandi íþróttastarf. Nefndin vill þó árétta að stofnanir sveitarfélagsins leggja áherslu á að mæta öllum íbúum sveitarfélagsins út frá þörfum þeirra.
  4. Engin