Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 93 – 24.10.2006
Fundur 93 – 24.10.2006
Ár 2006, þriðjudaginn 24. október var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:45 í Ráðhúsinu.
Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir og varamennirnir Íris Baldvinsdóttir og Sigríður Svavarsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt
Gunnar M. Sandholt og Íris Baldvinsdóttir rituðu fundargerð.
dagskrá:
- Jafnréttisáætlun.
- Trúnaðarmál
- Bréf frá UMSS, dags. 25. september 2005, um ráðningu framkvæmdastjóra.
- Tillaga formanns um stofnun ungmennaráðs
- Tillaga formanns um stofnun ráðs eldri borgara
- Samþykkt sveitarstjórnar 19. október 2006 varðandi úttekt á aðgengismálum innan sveitarfélagsins. Nefndinni var falið að skila skýrslu og tillögum til sveitarstjórnar fyrir 3. desember n.k., sem er alþjóðlegur dagur fatlaðra
- Önnur mál
- Heimsókn í félagsmiðstöðina Frið og Sundlaug Sauðárkróks
Afgreiðslur:
- Sveitarstjóri, Guðmundur Guðlaugsson, mætti á fundinn. Athugasemdir frá Byggðaráði ræddar og færðar inn í drög að jafnréttisáætlun, sem síðan var samþykkt með áorðnum breytingum og send til ákvörðunar í sveitarstjórn.
- Samþykkt 2 erindi í tveimur málum.
- Ákveðið að boða fulltrúa stjórnar UMSS til fundar um málið n.k. fimmtudag.
- Ákveðið að fela sviðsstjóra ásamt æskulýðs- og tómstundafulltrúa að undirbúa drög að samþykkt um hlutverk, verkefni og skipan ungmennaráðs í Skagafirði
- Ákveðið að fela sviðsstjóra ásamt æskulýðs- og tómstundafulltrúa að undirbúa drög að samþykkt um hlutverk, verkefni og skipan ráðs eldri borgara í Skagafirði
- Sviðsstjóri gerir munnlega grein fyrir samþykkt sveitarstjornar og stöðu úttektar sem gangsett var á aðgengismálum árið 2003. Ákveðið að fá skriflega greinargerð um málið á næsta fundi og svara sveitarstjórn varðandi stöðu og framgang þess.
- Engin
- Lagt af stað í heimsókn í félagsmiðstöðina Frið og Sundlaug Sauðárkróks kl 16:30
Fundargerðin upp lesin og staðfest rétt bókuð, fundi slitið kl 16:30.