Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
TFélags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
TFundur 96 – 28.11.2006T
TFundur 96 – 28.11.2006T
Ár 2006 þriðjudaginn 28. nóvember var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:15 í Ráðhúsinu.
Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, Aðalbjörg Hallmundsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir.
Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.
Drög að dagskrá:
- Trúnaðarmál
- Samvinna við Þroskahjálp um byggingu þjónustukjarna fyrir fólk með fötlun á Sauðárkróki
- Aðgengismál
- Starf Útideildar
- Umsókn Skátafélagsins Eilífsbúa um styrk til starfseminnar
- Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Synjað einu erindi í einu máli. Aðalbjörg Hallmundsdóttir vék af fundi.
2. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir kom á fundinn. Kynntar hugmyndir um byggingu búsetuúrræðis í samvinnu Þroskahjálpar og Byggðasamlagsins um málefni fatlaðra með 5 íbúðum. Stefnt er að byggingu parhúss/raðhúss þar sem veitt verður einstaklingsmiðuð þjónusta á grundvelli stefnumörkunar Byggðasamlagsins og þjónustusamnings þess við félagsmálaráðuneytið. Félags- og tómstundanefnd felur starfsmönnum að vinna áfram að útfærslu úrræðisins í samvinnu við Þroskahjálp. Steinunn Rósa vék af fundi.
3. Gerð grein fyrir stöðu úttektar á aðgengi bygginga sveitarfélagsins. Úttektin er unnin í samvinnu tæknisviðs og fjölskyldu- og þjónustusviðs og hefur sérstakur starfsmaður unnið að skráningu bygginga. Búið er að gera úttekt á meirihluta þeirra bygginga sem hýsa starfsemi sveitarfélagsins og unnið er að því að koma gögnum í rafrænt form. Sviðsstjóra og formanni falið að gera sveitarstjórn grein fyrir stöðu málsins og kynna þau gögn sem þegar liggja fyrir. Nefndin telur hins vegar ekki tímabært að gera viðamiklar tillögur um málið meðan úttektinni er ekki lokið og eðlilegt að skipulags- og bygginganefnd komi jafnframt að slíkri tillögugerð.
4. Kynnt starfsemi útideildar og jafnframt rætt um dansleiki fyrir 16 ára og eldri.
5. Samþykktur 240.000 kr. styrkur til skátafélagsins af gjaldaliðnum “styrkir til æskulýðsmála”
6. Önnur mál engin
Fundi slitið kl. 17.05