Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

98. fundur 09. janúar 2007
TFélags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
TFundur  98 – 9.1.2007T
 
            Ár 2007 þriðjudaginn 9. janúar var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:30 í Ráðhúsinu.
            Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.  
            Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, María Björk Ingvadóttir, Rúnar Vífilsson og Aðalbjörg Hallmundsdóttir.
            Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.
Dagskrá:
  1. Sparkvellir
  2. Trúnaðarmál
  3. Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar skv. 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð eftir breytingar tryggingabóta
  4. Eftirstöðvar vegna styrkja til Íþróttaskólans 2006
  5. Umræður um “frístundastrætó” og  “frístundakort”
  6. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
1.      Byggðaráð vísaði á fundi sínum 19. desember s.l. samningsdrögum á milli KSÍ og sveitarfélagsins um sparkvelli til félags- og tómstundanefndar, en áréttaði að ekki væri gert ráð fyrir gerð sparkvalla á fjárhagsáætlun 2007. Málið rætt og ákveðið að taka það aftur til umræðu á næsta fundi.
 
2.      Samþykkt eitt erindi í einu máli og mælt með fresti til að greiða húsaleiguskuld í öðru.
 
3.      Samþykkt eftirfarandi tillaga sviðsstjóra: grunnupphæð fjárhagsaðstoðar einstaklings hækki í kr. 95.325 og fjárhagsaðstoð hjóna/sambýlisfólks í kr. 152.520. Forsendur: viðmiðun tryggingabóta í maí 2006 kr. 87.615 auk 8,8#PR hækkunar, sbr. reglur sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð.
 
4.      Samþykkt að 150.000 kr eftirstöðvum 2006 af gjaldalið 06220 verði varið til að standa straum af kostnaði við Ársport, en 150.000 kr. verði settar á biðreikning og UMFT gefinn kostur á að sækja um þær til að standa straum af kostnaði við að gerast “fyrirmyndarfélag ÍSÍ”.
 
5.      Málið rætt. Ákveðið að hafa vinnufund um hugmyndafræði og framkvæmd á samþættu frístundastarfi eftir tvær vikur, 22. janúar 2006.
 
6.      Önnur mál engin.
 
Fundi slitið kl. 17:00.