Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
TFélags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
TFundur 98 – 9.1.2007T
TFundur 98 – 9.1.2007T
Ár 2007 þriðjudaginn 9. janúar var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:30 í Ráðhúsinu.
Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, María Björk Ingvadóttir, Rúnar Vífilsson og Aðalbjörg Hallmundsdóttir.
Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.
Dagskrá:
- Sparkvellir
- Trúnaðarmál
- Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar skv. 11. gr. reglna um fjárhagsaðstoð eftir breytingar tryggingabóta
- Eftirstöðvar vegna styrkja til Íþróttaskólans 2006
- Umræður um “frístundastrætó” og “frístundakort”
- Önnur mál
Afgreiðslur:
1. Byggðaráð vísaði á fundi sínum 19. desember s.l. samningsdrögum á milli KSÍ og sveitarfélagsins um sparkvelli til félags- og tómstundanefndar, en áréttaði að ekki væri gert ráð fyrir gerð sparkvalla á fjárhagsáætlun 2007. Málið rætt og ákveðið að taka það aftur til umræðu á næsta fundi.
2. Samþykkt eitt erindi í einu máli og mælt með fresti til að greiða húsaleiguskuld í öðru.
3. Samþykkt eftirfarandi tillaga sviðsstjóra: grunnupphæð fjárhagsaðstoðar einstaklings hækki í kr. 95.325 og fjárhagsaðstoð hjóna/sambýlisfólks í kr. 152.520. Forsendur: viðmiðun tryggingabóta í maí 2006 kr. 87.615 auk 8,8#PR hækkunar, sbr. reglur sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð.
4. Samþykkt að 150.000 kr eftirstöðvum 2006 af gjaldalið 06220 verði varið til að standa straum af kostnaði við Ársport, en 150.000 kr. verði settar á biðreikning og UMFT gefinn kostur á að sækja um þær til að standa straum af kostnaði við að gerast “fyrirmyndarfélag ÍSÍ”.
5. Málið rætt. Ákveðið að hafa vinnufund um hugmyndafræði og framkvæmd á samþættu frístundastarfi eftir tvær vikur, 22. janúar 2006.
6. Önnur mál engin.
Fundi slitið kl. 17:00.