Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

100. fundur 05. febrúar 2007
TFélags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
TFundur  100 – 5.2.2007T
 
Ár 2007 mánudaginn 5. febrúar var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:00 í Ráðhúsinu.
Mættir: Halldóra Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.  
Af hálfu starfsmanna: Gunnar M. Sandholt, María Björk Ingvadóttir, Rúnar Vífilsson og Aðalbjörg Hallmundsdóttir.
            Gunnar M. Sandholt og Þórdís Friðbjörnsdóttir rituðu fundargerð.
Dagskrá:
  1. Starfsáætlanir í málaflokkum, umræða
  2. Málefni íþróttahússins á Sauðárkróki
  3. Umsókn til KSÍ um sparkvelli
  4. Samningur við Ljósheima um aðstöðu til félagsstarfs eldri borgara
  5. Ungmennaráð í Skagafirði
  6. Reglur um heimaþjónustu og gjaldskrá
  7. Reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum - beiðni um umsögn
  8. Samningur um heimsendingu matar.
  9. Trúnaðarmál
  10. Önnur mál
 
Afgreiðslur:
1.      Formanni falið að leggja fram drög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir miðjan mars.


2.      Fjárhagsáætlun íþróttahússins 2007 gerir ráð fyrir breytingum á rekstrinum, en eftir er að útfæra nánar hvernig því verður mætt. Ákveðið að skoða málið í tengslum við skipulag íþróttamannvirkja á Sauðárkróki. Málið verði rætt á ný á næsta fundi.


3.      Nefndin staðfestir að ekki verður af hálfu sveitarfélagsins farið í fjármögnun sparkvalla á árinu 2007 að svo komnu máli.


4.      Samn. lagður fram til kynningar, en hann var samþykktur í Byggðarráði 23.01.07.


5.      Tillaga æskulýðs- og tómstundafulltrúa lögð fram til kynningar.
Formaður vék af fundi kl. 16:00


6.      Lögð fram tillaga að uppreiknaðri gjaldskrá, samkvæmt reglum um heimaþjónustu. Viðmiðun gjalds í reglunum er launaflokkur  123 - 5 eða 1.397 kr/klst en var
1.206 kr/klst. Hækkunin er innan þeirra marka sem tryggingabætur hækkuðu um áramótin enda byggir gjaldskráin á því að þær breytingar fylgist að. Viðmiðunarmörk gjaldflokka hækka í svipuðu hlutfalli. Sem fyrr greiða þeir ekki fyrir heimaþjónustu sem hafa eingöngu tekjur er nema tryggingabótum eða lægri.


7.      Nefndin gerir engar athugasemdir við framlögð reglugerðardrög.
 
8.      Lagður fram samningur 2006 við Júlíus R. Þórðarson um akstur matarsendinga heim til aldraðra. Samþykkt að framlengja samninginn fyrir 2007 með 6#PR hækkun, sem tekur mið af “Vísitölum um rekstur bíla, vörubíla og vinnuvéla Vegagerðarinnar”. Vísað til Byggðarráðs.


9.      Samþykktar umsóknir um fjárhagsaðstoð í þremur málum.


10.  Samþykkt að veita undanþágu fyrir Sigrúnu Pétursdóttur, dagmóður, til að taka 5 börn í daggæslu á heimili sitt. Leyfið gildir til 1. september 2007.


 
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl. 17:20