Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir liðum 1-4. Hanna Þrúður Þórðardóttir, Guðný Axelsdóttir og Herdís Sæmundardóttir viku fundi undir lið 8, trúnaðarmál, en Aðalbjörg Hallmundsdóttir gerði grein fyrir þeim málum.
1.Opnunartími sundlauga sumarið 2013
Málsnúmer 1303468Vakta málsnúmer
Samþykkt er að opnunartími sundlauga í Skagafirði sumarið 2013 verði óbreyttur frá síðasta sumri eða sem hér segir:
Sundlaugin í Varmahlíð
Mánud - föstud. kl.10:30 - 21:00
Laugard. og sunnud. kl.10:30 - 18:00
Sundlaug Sauðárkróks
Mánud. - föstud. kl.06:50 - 21:00
Laugard. og sunnud. kl.10:00 - 17:00
Sundlaugin á Hofsósi
Alla daga kl.09:00 - 21:00
Sundlaugin í Varmahlíð
Mánud - föstud. kl.10:30 - 21:00
Laugard. og sunnud. kl.10:30 - 18:00
Sundlaug Sauðárkróks
Mánud. - föstud. kl.06:50 - 21:00
Laugard. og sunnud. kl.10:00 - 17:00
Sundlaugin á Hofsósi
Alla daga kl.09:00 - 21:00
2.Leiga á sundlaugum utan opnunartíma
Málsnúmer 1303459Vakta málsnúmer
Nefndin felur sviðsstjóra og forstöðumanni íþróttamála að gera tillögur að reglum fyrir útleigu sundlauga utan opnunartíma.
3.Hús frítímans, vinnuskóli og sumartím 2013
Málsnúmer 1303460Vakta málsnúmer
Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður Húss frítímans kynnti áætlanir um vinnuskóla og Sumar TÍM fyrir sumarið 2013.
4.Velferðarvaktin - fjölskyldustefna
Málsnúmer 1302160Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Velferðarvaktinni þar sem hvatt er til þess að sveitarfélögin í landinu setji sér fjölskyldustefnu.
5.Aflið - styrktarumsókn
Málsnúmer 1302139Vakta málsnúmer
Samþykkt að styrkja Aflið um kr 50.000. Fært af gjaldalið 02890.
6.Fundagerðir þjónustuhóps SSNV 2013
Málsnúmer 1303131Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 26. febrúar 2013.
7.Samningur við HS um Dagvist aldraðra
Málsnúmer 1212018Vakta málsnúmer
Kynnt drög að samningi milli HS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna dagdvalar aldraðra og nýtingar á endurhæfingaraðstöðu HS.
8.Fjárhagsaðstoð 2013 trúnaðarbók
Málsnúmer 1302075Vakta málsnúmer
Samþykktar voru 7 umsóknir í 5 málum, einni umsókn var synjað.
Fundi slitið - kl. 10:15.