Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 103 – 03.04.2007
Ár 2007 þriðjudaginn 3. apríl, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 14:00 í Ráðhúsinu.
Mættir voru: H. Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir. Af hálfu starfsmanna Aðalbjörg Hallmundsdóttir, María Björk Ingvadóttir og Rúnar Vífilsson sem ritaði fundargerð.
Dagskrá:
- Trúnaðarmál
- Ungmennaráð - reglur
- Styrkir til íþróttamála - úthlutun
- Styrkir til æskulýðsmála - úthlutun
- Skipulag frístundaþjónustu – ákvörðun
Afgreiðslur.
1. Lögð fram 5 mál. Samþykktar 7 beiðnir í 5 málum.
2. Vinnureglur lagðar fram. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að koma á fót Ungmennaráði Skagafjarðar sem í sitja 7 fulltrúar og 7 tilnefndir til vara. Þeir koma úr hópi 13 – 18 ára unglinga úr grunnskólum, framhaldsskólanum, frjálsum félagasamtökum og íþróttahreyfingunni. Tilnefnt er til tveggja ára í senn.
3. Styrkir til íþróttamála. Lögð fram tillaga frá UMSS og íþróttafulltrúa um skiptingu styrkja til íþróttahreyfingarinnar af gjaldalið 06890 fyrir árið 2007. Hún er eftirfarandi:
Ungmennafélagið Tindastóll | 6.030.000 |
Ungmennafélagið Neisti | 702.000 |
Ungmenna- og íþróttafélagið Smári | 783.000 |
Ungmennafélagið Hjalti | 180.000 |
Hestamannafélagið Léttfeti | 477.000 |
Hestamannafélagið Stígandi | 315.000 |
Hestamannafélagið Svaði | 216.000 |
Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar | 207.000 |
Skákklúbbur Sauðárkróks | 90.000 |
Ungmennasamband Skagafjarðar | 1.000.000 |
Samtals kr.: | 10.000.000 |
Félags- og tómstundanefnd samþykkir framlagða tillögu og þakkar stjórn UMSS fyrir hennar þátt í málinu.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir einnig eftirfarandi skiptingu gjaldaliðanna 06620 og 06630 – íþróttavellir. Undir þessum liðum hafa undanfarin ár verið ýmsir rekstrar- og framkvæmdastyrkir.
Vindheimamelar, skv. ákvörðun Byggðaráðs | 3.000.000 |
Golfklúbbur Sauðárkróks, skv. samningi | 3.000.000 |
Íþróttavellir Varmahlíð rekstur | 600.000 |
Íþróttavöllur Hólum rekstur | 100.000 |
Íþróttavöllur Hofsósi skv. samningi | 700.000 |
Íþróttavöllur Ósmanns framkvæmdastyrkur | 100.000 |
Íþróttasvæði Svaða framkvæmdastyrkur | 100.000 |
Íþróttasvæði Léttfeta framkvæmdastyrkur | 365.000 |
Sérverkefni UMSS | 1.000.000 |
4. Styrkir til æskulýðsmála:
Eftirfarandi styrkjum var úthlutað:
Allt hefur áhrif - verkefnið | 100.000 |
Uppskeruhátíð | 100.000 |
Útideild | 600.000 |
Útgáfa frístundabóka, vetur og sumar | 250.000 |
Hús frítímans - undirbúningur | 150.000 |
Foreldrafélag í Fljótum v/leikjanámskeiðs | 50.000 |
Samþykkt tillaga æskulýðs- og tómstundafulltrúa um skiptingu fjárveitingar til annarra forvarnaverkefna:
Marita-forvarnaverkefni | 300.000 |
Ungmennaskipti | 100.000 |
Önnur forvarnarverkefni innan Félagsmiðstöðvar | 200.000 |
Erindi Knattspyrnudeildar Tindastóls vegna óskar um styrk til siglinganámaskeiðs vísast til afgreiðslu 5. liðar.
Hafnað styrkbeiðni frá SAMAN-hópnum.
5. Félags- og tómstundanefnd samþykkir að SumarT.Í.M.- samstarfsverkefni tómstunda,
íþrótta, og menningar verði komið á til reynslu í sumar í allt að 9 vikur. Tilgangurinn er að ná til sem flestra barna á aldrinum 5-12 ára í Skagafirði með skipulögðu tómstunda-, íþrótta- og menningarstarfi þannig að þeim standi til boða dagskrá frá kl. 8 –16 virka daga í sumar. Félags- og tómstundanefnd leggur til að hluti styrkja til Æskulýðsmála 06390 verði notaður til að greiða niður kostnað foreldra við námskeiðin.
Tekið fyrir styrkbeiðni Knattspyrnudeildar Tindastóls v/siglinganámskeiðs.
Vanda Sigurgeirsdóttir vék af fundi meðan þessi liður var ræddur.
Nefndin hafnar beinum fjárstuðningi en er tilbúin að sjá til þess að komið verði upp aðstöðu fyrir kennsluna. Æskulýðs- og tómstundafulltrúa falið að ræða betur við umsækjandann.
Vanda kemur aftur inn á fundinn.
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl: 16.45