104. fundur
23. apríl 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 104 – 23.04.2007 Ár 2007, mánudaginn 23. apríl, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 17:00 í Ráðhúsinu. Mættir voru: H. Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt og Rúnar Vífilsson. Gunnar og Þórdís rituðu fundargerð Drög að dagskrá: - Skipulag íþróttamannvirkja á Sauðárkróki
- Styrkir til félagsstarfs eldri borgara - úthlutun
- Trúnaðarmál
- Önnur mál
Afgreiðslur 1. Félags- og tómstundanefnd hefur fjallað um rekstur íþróttamannvirkja á Sauðárkróki og komist að þeirri niðurstöðu að rétt sé að sameina starfsemi íþróttahúss, sundlaugar og íþróttavallar í Íþróttamiðstöð á Sauðárkróki og undir stjórn eins forstöðumanns. Möguleiki verði á að fella önnur íþróttamannvirki á vegum sveitarfélagsins undir stjórn forstöðumannsins í framtíðinni. Sameining sem þessi mun hafa í för með sér nokkra hagræðingu, auk þess sem unnt verður að samnýta og mynda betri samfellu í starfsmannahaldi, ekki síst milli sumar- og vetrarstarfsemi.
Stefnt er að því að breytingin taki gildi 1. ágúst svo nýjum forstöðumanni gefist færi á að skipuleggja vetrarstarfið.
Gert er ráð fyrir að breyttur rekstur rúmist innan núverandi fjárhagsramma.
Félags- og tómstundanefnd samþykkir að gera tillögu til Byggðaráðs um stofnun Íþróttamiðstöðvar á Sauðárkróki. Samþykkt samhljóða. 2. Styrkir til félagsstarfs eldri borgara. Lagðar fram þrjár umsóknir og tillaga æskulýðs- og tómstundafulltrúa: Félag eldri borgara í Skagafirði 400.000 kr. Félag eldri borgara í Skagafirði, v. Löngumýrar 90.000 kr. Félag eldri borgara Hofshreppi, v. Hofsóss 100.000 kr. 3. Samþykkt 1 erindi í einu máli
Upplesið og staðfest rétt bókað. Fundi slitið kl: 17.45