Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar

106. fundur 29. maí 2007
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur  106 – 29.05.2007
 
 
Ár 2007, þriðjudaginn 29. maí, var haldinn fundur í Félags- og tómstunda­nefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mættir voru: H. Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt og María B. Ingvadóttir.
Gunnar, María Björk og Þórdís rituðu fundargerð.
 
dagskrá
  1. Trúnaðarmál
  2. Erindi frá tómstundahópi Rauðakrossdeildar Skagafjarðar
  3. Jafnréttisáætlun
  4. Landsfundur jafnréttisnefnda
  5. Framkvæmd “hvatapeninga “
  6. Erindi frá afmælisnefnd Tindastóls
  7. Afmæli Sundlaugar Sauðárkróks
  8. Önnur mál
 
Afgreiðslur
  1. Félagsmálastjóri greinir frá stöðu mála varðandi hönnun og undirbúning íbúðabygginga Þroskahjálpar á Sauðárkróki og viðræðum við umsækjendur og aðstandendur.
 
  1. Samþykkt að veita fjárstyrk að upphæð 200.000 til tómstundahóps Skagafjarðardeildar Rauðakrossins. Fjárveitingin verður færð til gjalda á félagslega liðveislu.
 
  1. Félagsmálastjóra falið að ganga frá prentun áætlunarinnar og gera í samvinnu við formann tillögur um næstu skref í framkvæmd hennar.
 
  1. Fundarboð lagt fram.
 
  1. Nefndarmenn upplýstir um sumar-T.Í.M, stöðu mála og umsóknir.
 
  1. Nefndin samþykkir að vísa erindinu til Byggðaráðs.
 
  1. Rætt um 50 ára afmæli sundlaugarinnar. Frístundastjóra falið að ræða við forstöðumann sundlaugarinnar.
 
Upplesið og rétt bókað. Fundi slitið kl. 16.57.