Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar
Fundur 106 – 29.05.2007
Fundur 106 – 29.05.2007
Ár 2007, þriðjudaginn 29. maí, var haldinn fundur í Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar og hófst hann kl. 15:00 í Ráðhúsinu.
Mættir voru: H. Vanda Sigurgeirsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir og Sigríður Björnsdóttir.
Af hálfu starfsmanna: Gunnar Sandholt og María B. Ingvadóttir.
Gunnar, María Björk og Þórdís rituðu fundargerð.
dagskrá
- Trúnaðarmál
- Erindi frá tómstundahópi Rauðakrossdeildar Skagafjarðar
- Jafnréttisáætlun
- Landsfundur jafnréttisnefnda
- Framkvæmd “hvatapeninga “
- Erindi frá afmælisnefnd Tindastóls
- Afmæli Sundlaugar Sauðárkróks
- Önnur mál
Afgreiðslur
- Félagsmálastjóri greinir frá stöðu mála varðandi hönnun og undirbúning íbúðabygginga Þroskahjálpar á Sauðárkróki og viðræðum við umsækjendur og aðstandendur.
- Samþykkt að veita fjárstyrk að upphæð 200.000 til tómstundahóps Skagafjarðardeildar Rauðakrossins. Fjárveitingin verður færð til gjalda á félagslega liðveislu.
- Félagsmálastjóra falið að ganga frá prentun áætlunarinnar og gera í samvinnu við formann tillögur um næstu skref í framkvæmd hennar.
- Fundarboð lagt fram.
- Nefndarmenn upplýstir um sumar-T.Í.M, stöðu mála og umsóknir.
- Nefndin samþykkir að vísa erindinu til Byggðaráðs.
- Rætt um 50 ára afmæli sundlaugarinnar. Frístundastjóra falið að ræða við forstöðumann sundlaugarinnar.
Upplesið og rétt bókað. Fundi slitið kl. 16.57.